Flýtilyklar
Lisa Childs
Sek eða saklaus
Lýsing
Hafði hún rétt honum eitthvað um leið og hún tók í hönd hans? Ash var ekki nógu ná lægur til að sjá það en aðrir fulltrúar fylgdust líka með henni.
Ash stóð upp og settist í næsta stól við borðið. Hann var að nálgast hana. Bjallan klingdi aftur, merki um að næsta 5 mínútna lota væri að hefjast.
–Hvernig getur þú litið svona út og verið svona félagslega heftur? spurði konan andspænis honum.
Hann einbeitti sér að takmarki sínu og veitti konunni varla neina athygli. Hún var sennilega nógu gömul til að vera mamma hans, jafnvel amma, gráhærð og með lítil lesgleraugu hangandi í gullkeðju um hálsinn, klædd peysu með kattamyndum. –Afsakaðu?
–Þú hefur ekkert talað við konurnar á undan mér, sagði hún. –Fyrst þú lítur svona út, há vaxinn og dökkur yfirlitum og myndarlegur, þarftu sjálfsagt ekkert að segja. Þú getur látið rymja í þér og konurnar fara með þér heim.
Hann langaði til að rymja af gremju og óþolinmæði en hún gæti tekið því sem heimboði. –Fyrirgefðu, sagði hann, –þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á svona lagað...
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók