Flýtilyklar
LÖGGUR við altarið
Bjargvættur brúðarinnar
Lýsing
Snaran hertist að hálsinum á Dalton Reyes sem barðist við að kyngja munnvatni. Munnurinn á honum var þurr því að hræðslan og taugaóstyrkurinn voru að fara með hann. Hann togaði í of þrönga slaufuna um hálsinn og þakkaði guði
fyrir að það var ekki hann sem var að gifta sig.
Hann gat ekki ímyndað sér sjálfan sig lofa því að elska eina konu það sem eftir væri ævinnar... og nota svo ævina til að reyna að gera konuna hamingjusama. Hann vildi þetta ekki fyrir sjálfan sig en stóð við hliðina á Ash Stryker alríkislögreglufulltrúa þegar hann gaf Claire Molenski þetta loforð.
Ash sneri sér og leit á hann, pírði augun að varandi. Dalton áttaði sig á því að hann hafði misst af stikkorðinu og flýtti sér að stinga hendinni í vasann eftir hringnum. Af hverju í fjáranum hafði hann langað til að vera svaramaður? Það var nógu slæmt að þurfa að fara í smóking en að þurfa líka að passa upp á hringskömmina...
Þetta var of mikið. Hann vildi frekar vera í skothríð frá mafíósum en að þola álagið þegar allir kirkjugestirnir horfðu á hann. Kirkjan var að vísu lítil en það var heitt þarna og þröngt.
Svitinn perlaði á efri vörinni en svo fann hann hringinn og dró hann upp, fínlegan gullhring.
Fínlegan eins og brúðurin var.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók