Flýtilyklar
Brauðmolar
LÖGGUR við altarið
-
Yfirbót
Hann leiddi fólkið hjá sér, eða reyndi það að minnsta kosti, og beygði sig undir lögregluborðann við endann á innkeyrslunni.
–Eruð þið búin að finna líkið af henni? kallaði blaðamaður. Jared var ekki að horfa í áttina til hans en þekkti gervilega djúpa rödd Kyle Smith og var ekki hissa á að maðurinn hefði birst þarna. Þessi sjálfumglaði maður lét sér ekki nægja að segja fréttir heldur reyndi að láta þær snúast um sig að hluta, að minnsta kosti þessa frétt, þetta mál. Hann var bæði vægðarlaus og hranalegur.
Jared gretti sig við spurninguna, þoldi ekki tilhugsunina um sársaukann sem hún myndi valda fjölskyldu horfnu stúlkunnar sem hefði heyrt spurninguna eða átti eftir að heyra hana síðar í fréttatímanum.
–Fannstu einhvern tímann líkið af Lexi Drummond? kallaði annar fréttamaður? –Það eru fimm ár liðin.
Sex. Lexi hafði verið fyrsta fórnarlamb raðmorðingjans. Nei, lík hennar hafði aldrei fundist.
Fjölskyldan beið ennþá eftir að geta lokið málinu en hann hafði ekkert að bjóða þeim. Ekkert lík, engan grunaðan, engar vísbendingar.
Nú hafði morðinginn tekið aðra stúlku. Annað fórnarlamb.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bjargvættur brúðarinnar
Snaran hertist að hálsinum á Dalton Reyes sem barðist við að kyngja munnvatni. Munnurinn á honum var þurr því að hræðslan og taugaóstyrkurinn voru að fara með hann. Hann togaði í of þrönga slaufuna um hálsinn og þakkaði guði
fyrir að það var ekki hann sem var að gifta sig.
Hann gat ekki ímyndað sér sjálfan sig lofa því að elska eina konu það sem eftir væri ævinnar... og nota svo ævina til að reyna að gera konuna hamingjusama. Hann vildi þetta ekki fyrir sjálfan sig en stóð við hliðina á Ash Stryker alríkislögreglufulltrúa þegar hann gaf Claire Molenski þetta loforð.
Ash sneri sér og leit á hann, pírði augun að varandi. Dalton áttaði sig á því að hann hafði misst af stikkorðinu og flýtti sér að stinga hendinni í vasann eftir hringnum. Af hverju í fjáranum hafði hann langað til að vera svaramaður? Það var nógu slæmt að þurfa að fara í smóking en að þurfa líka að passa upp á hringskömmina...
Þetta var of mikið. Hann vildi frekar vera í skothríð frá mafíósum en að þola álagið þegar allir kirkjugestirnir horfðu á hann. Kirkjan var að vísu lítil en það var heitt þarna og þröngt.
Svitinn perlaði á efri vörinni en svo fann hann hringinn og dró hann upp, fínlegan gullhring.
Fínlegan eins og brúðurin var.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sek eða saklaus
Hafði hún rétt honum eitthvað um leið og hún tók í hönd hans? Ash var ekki nógu ná lægur til að sjá það en aðrir fulltrúar fylgdust líka með henni.
Ash stóð upp og settist í næsta stól við borðið. Hann var að nálgast hana. Bjallan klingdi aftur, merki um að næsta 5 mínútna lota væri að hefjast.
–Hvernig getur þú litið svona út og verið svona félagslega heftur? spurði konan andspænis honum.
Hann einbeitti sér að takmarki sínu og veitti konunni varla neina athygli. Hún var sennilega nógu gömul til að vera mamma hans, jafnvel amma, gráhærð og með lítil lesgleraugu hangandi í gullkeðju um hálsinn, klædd peysu með kattamyndum. –Afsakaðu?
–Þú hefur ekkert talað við konurnar á undan mér, sagði hún. –Fyrst þú lítur svona út, há vaxinn og dökkur yfirlitum og myndarlegur, þarftu sjálfsagt ekkert að segja. Þú getur látið rymja í þér og konurnar fara með þér heim.
Hann langaði til að rymja af gremju og óþolinmæði en hún gæti tekið því sem heimboði. –Fyrirgefðu, sagði hann, –þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á svona lagað...Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ræningjarnir
Hann skildi bílstjórahurðina eftir opna og hljóp yfir bílastæðið sem var fullt af viðskiptavinum. Hvað voru margir hugsanlegir gíslar inni í bankanum? Hvað gætu margir orðið fyrir skoti miðað við lætin í ræningjunum sem skutu án afláts. Blaine gat ekki beðið eftir hjálp, ekki þegar svona margir saklausir borgarar voru í hættu.
Hann hljóp hálfboginn að dyrunum, ýtti þeim harkalega upp og þaut inn. –FBI, kallaði hann hátt til að reyna að róa fólkið sem æpti og grét af hræðslu.
Aðkoma hans espaði ræningjana bara upp.
Glerið fyrir aftan hann brotnaði þegar kúlurnar flugu yfir höfuðið á honum og í gegnum gluggana og brotunum rigndi yfir viðskiptavinina sem lágu á grúfu á gólfflísunum. Innveggirnir, sem voru glerskilrúm sem aðskildu skrifstofurnar frá aðalsalnum, brotnuðu líka.
Fleiri fóru að æpa og snökta.
Blaine skýldi sér bak við eina af stoðunum úr steinsteypu og stáli sem hélt loftinu í nýtískulegri byggingunni uppi. Hann lyfti hendinni, gaf viðskiptavinunum bendingu um að liggja kyrrir og mat aðstæður. Nokkrir voru skrámaðir eftir fljúgandi glerbrot en ekki var að sjá að neinn væri dauðsærður. Enginn hafði fengið skot í sig. Ennþá.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.