Flýtilyklar
LÖGGUR við altarið
Yfirbót
Lýsing
Hann leiddi fólkið hjá sér, eða reyndi það að minnsta kosti, og beygði sig undir lögregluborðann við endann á innkeyrslunni.
–Eruð þið búin að finna líkið af henni? kallaði blaðamaður. Jared var ekki að horfa í áttina til hans en þekkti gervilega djúpa rödd Kyle Smith og var ekki hissa á að maðurinn hefði birst þarna. Þessi sjálfumglaði maður lét sér ekki nægja að segja fréttir heldur reyndi að láta þær snúast um sig að hluta, að minnsta kosti þessa frétt, þetta mál. Hann var bæði vægðarlaus og hranalegur.
Jared gretti sig við spurninguna, þoldi ekki tilhugsunina um sársaukann sem hún myndi valda fjölskyldu horfnu stúlkunnar sem hefði heyrt spurninguna eða átti eftir að heyra hana síðar í fréttatímanum.
–Fannstu einhvern tímann líkið af Lexi Drummond? kallaði annar fréttamaður? –Það eru fimm ár liðin.
Sex. Lexi hafði verið fyrsta fórnarlamb raðmorðingjans. Nei, lík hennar hafði aldrei fundist.
Fjölskyldan beið ennþá eftir að geta lokið málinu en hann hafði ekkert að bjóða þeim. Ekkert lík, engan grunaðan, engar vísbendingar.
Nú hafði morðinginn tekið aðra stúlku. Annað fórnarlamb.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók