Flýtilyklar
Louisa George
Ástareldur
Lýsing
–Ekki láta mig þurfa að fara í skólann. Gerðu það.
Fraser deplaði augunum ótt og títt að konunni í farþegasætinu við hliðina á honum þegar hún starði á ljósu
steinbygginguna með brágræna þakinu og skiltinu sem á stóð: „Velkomin í Bowness-miðskólann“.
–Ég er með magapínu.
Hann stundi og neri á sér magann í leit að meðaumkun.
En henni varð bersýnilega ekki haggað þennan dag.
Hún lét brúnir síga, ranghvolfdi í sér stífmáluðum augunum og herti taglið í hárinu.
–Nei, það er ekkert að þér.
–Gerðu það. Ekki láta mig þurfa að fara, Lily, sagði hann, horfði á hana döprum augum og togaði í handlegginn á henni. –Geturðu skrifað handa mér vottorð um að ég sé veikur?
Hún hvessti á hann augun. –Á það ekki að vera þitt verk?
–Mig vantar einhvern ábyrgan til að gera það fyrir mig, sagði hann kankvíslega. –Þekkirðu einhvern?
–Hættu þessu, pabbi.
Með tregðu brosti hún loksins og gaf honum létt olnbogaskot.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
–Í alvöru, þú ert verri en ég. Þú verður að fara. Þetta er vinnan. Þú skrifaðir undir samning og allt. Hættu þessari vitleysu.
–Ég kom þér samt til að brosa.