Louisa George

Bráðaliðinn
Bráðaliðinn

Bráðaliðinn

Published Desember 2018
Vörunúmer 369
Höfundur Louisa George
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Jólalög og klingjandi hljóð frá jólabjöllum smugu inn í höfuðið á Abbie Cook. Á eftir fylgdi hlátur. Nýburar voluðu, tebollum
var klingt og kaffiilmur barst um húsið.
Farðu burt, heimur.
Barnagráturinn stakkst í hjartað á henni eins og beittur hnífur og jók enn á sársaukann sem fyrir var. Hún neitaði að opna
augun og reyndi eftir megni að halda niðri því litla sem hún hafði borðað.
–Gleðileg jól, Abbie. Vaknaðu. Læknirinn fer á stofugang eftir augnablik. Þú gætir jafnvel fengið að fara heim. Viltu ekki
vera heima hjá þér á jóladag, vinan?
Þó að Abbie væri með lokuð augun fann hún tár renna niður kinnina. Hún sneri sér undan. Síst af öllu langaði hana til að fara heim í tóma húsið með tóman maga og kramið hjarta. Það var yndislegt að geta legið þarna í móki undir sænginni, ekki síst þennan dag.
Þetta voru þriðju jólin hennar án Michaels. Þau fyrstu höfðu verið þokukennd og einkennst af samúðarskeytum. Á öðrum
jólunum hafði hún þóst skemmta sér vel með fólki sem fannst að hún ætti ekki að vera ein, enda þótt hún þráði ekkert frekar en einveru. Og nú þetta. Enn eitt árið án skreytinga. Enn eitt árið var að líða án þess að hún hefði efnt loforðið sem hún gaf manninum sínum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is