Lucy Clark

Óbyggðarósin
Óbyggðarósin

Óbyggðarósin

Published Apríl 2017
Vörunúmer 349
Höfundur Lucy Clark
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Þú skalt fara, hafði móðir hennar sagt fyrir viku. Daisy hafði verið á báðum áttum með að þiggja starfið í Ástralíu, sérstaklega þar sem heilsufar móður hennar var ekki gott. –Mamma, ég vil ekki fara frá þér. –Þú verður að fara, Daisy. Ég þarf að læra að berjast sjálf. –En pabbi er... Móðir hennar hafði lyft upp hendinni til að þagga niður í Daisy. –Faðir þinn er faðir þinn og það verður hann alltaf. Hann breytist aldrei. –Komdu þá með mér. Farðu bara frá honum. Móðir hennar hafði hlegið þurrlega. –Geturðu ímyndað þér mig? Í óbyggðum í Ástralíu? Ég held að taugarnar myndu ekki þola það. –En þola þær að vera hérna? Hann kemur þér í uppnám á hverjum degi, mamma. Veltu því að minnsta kosti fyrir þér að fara til Spánar í einn eða tvo mánuði. Veturinn hér verður hræðilegur þetta árið. En Cecilia Forsythe-York hafði hrist höfuðið. –Ég sór að heiðra og virða föður þinn, Daisy. Hann verður afar upptekinn næstu mánuðina og ég þarf að skipuleggja viðburðina hans. –Mamma... Daisy hafði ætlað að mótmæla en móðir hennar hafði aftur stöðvað hana. –Hann var ekki alltaf svona, Daisy. Í fyrstu var hann heillandi, ástríkur og umhyggjusamur. –Pabbi? Daisy hafði horft vantrúuð á móður sína en brosið sem lék um varir eldri konunnar hafði fengið Daisy til að velta fyrir sér hvort móðir hennar væri, innst inni, enn ástfangin af manninum sem hafði sópað undan henni fótunum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is