Flýtilyklar
Brauðmolar
Lucy Clark
-
Fjölskylda fyrir Chloe
Price, vinur hans, hafði sagt honum að tala við Harriette eða Tori en hvorug þeirra var sjáanleg. Þær verða þarna og hjálpa þér með allt, hafði Oscar sagt honum. Jæja, Oscar hafði haft rangt fyrir sér. Felix hristi höfuðið og trúði þessu varla. Hvað ef það væri neyðartilfelli? Hvað áttu sjúklingarnir þá að gera? Sinna sér sjálfir? Hann vonaði bara að lyfjaskápurinn væri vel læstur. Einhver hlaut að vera á þessu þrjátíu rúma sjúkrahúsi, sem státaði af lítilli skurðstofu, einum sjúkrabíl og tveimur vel skipulögðum meðferðarherbergjum. Hann gekk aftur að vaktstöð hjúkrunarfræðinganna og settist á stól með létti. Chloe kom sér betur fyrir í fanginu á honum án þess að rumska. Alla jafna kærði hún sig ekki um svona lagað en nú var stelpan svo dauðþreytt að hún vissi eflaust ekki að hún var í fangi forráðamannsins sem hún kærði sig ekki um. Og hann vissi fyrir víst að það gerði hún ekki því hún hafði sagt honum það, hreint út. Hún hafði sagt ég hata þig nokkrum sinnum á þeim stutta tíma sem þau höfðu verið saman og þótt hann vissi að hún væri bara lítil stelpa, og að hún gæti ekki skilið aðstæðurnar, höfðu orðin sært hann. Það var nokkuð sem hann hafði lært í sambandi við að verða skyndilega foreldri. Þegar kom að tilfinningum barns til einhvers, hvort sem það var manneskja, staður eða hlutur, sagði barnið sannleikann hreint út. Chloe líkaði engan veginn við nýja forsjáraðilann. Henni fannst hann vera heimskur. Hún hafði notað það orð þegar hann hafði sagt að hann gæti ekki hjálpað henni að finna mömmu hennar og pabba. Felix hafði þó talið sig standa sig ágætlega. Alla jafna gekk honum vel þegar hún svaf en þegar hún var vakandi
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óbyggðarósin
–Þú skalt fara, hafði móðir hennar sagt fyrir viku. Daisy hafði verið á báðum áttum með að þiggja starfið í Ástralíu, sérstaklega þar sem heilsufar móður hennar var ekki gott. –Mamma, ég vil ekki fara frá þér. –Þú verður að fara, Daisy. Ég þarf að læra að berjast sjálf. –En pabbi er... Móðir hennar hafði lyft upp hendinni til að þagga niður í Daisy. –Faðir þinn er faðir þinn og það verður hann alltaf. Hann breytist aldrei. –Komdu þá með mér. Farðu bara frá honum. Móðir hennar hafði hlegið þurrlega. –Geturðu ímyndað þér mig? Í óbyggðum í Ástralíu? Ég held að taugarnar myndu ekki þola það. –En þola þær að vera hérna? Hann kemur þér í uppnám á hverjum degi, mamma. Veltu því að minnsta kosti fyrir þér að fara til Spánar í einn eða tvo mánuði. Veturinn hér verður hræðilegur þetta árið. En Cecilia Forsythe-York hafði hrist höfuðið. –Ég sór að heiðra og virða föður þinn, Daisy. Hann verður afar upptekinn næstu mánuðina og ég þarf að skipuleggja viðburðina hans. –Mamma... Daisy hafði ætlað að mótmæla en móðir hennar hafði aftur stöðvað hana. –Hann var ekki alltaf svona, Daisy. Í fyrstu var hann heillandi, ástríkur og umhyggjusamur. –Pabbi? Daisy hafði horft vantrúuð á móður sína en brosið sem lék um varir eldri konunnar hafði fengið Daisy til að velta fyrir sér hvort móðir hennar væri, innst inni, enn ástfangin af manninum sem hafði sópað undan henni fótunum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Draumalæknirinn
Stacey Wilton ók út í kant. Hún horfði á húsið og fann fortíðarþrána gjósa upp innra með sér. Hún sneri lyklinum til að
drepa á vélinni, losaði sætisbeltið og opnaði dyrnar án þess
að taka augun af húsinu. Síðdegissólin á bláum septemberhimni undirstrikaði bara fegurð staðarins.
Það var svo breytt... einhvern veginn minna. Sem var fá-
ránlegt, hús hvorki stækkuðu né minnkuðu. Samt var það eins
og minnið sagði henni. Lóðin hafði verið endurgerð, stóra
tréð sem þær systurnar höfðu klifrað í var farið og engin
skuggi féll á gluggana, þess í stað var garðurinn fullur af litríkum blómum. Stacey brosti. Faðir hennar hefði elskað það.
Hún hallaði sér að bílnum og drakk í sig húsið sem hafði
verið heimili hennar fyrstu fjórtán ár ævi hennar. Þetta var
staður sem hún hafði aldrei ætlað að yfirgefa en svo hafði
hún lært að lífið var aldrei fullkomið. Móðir þeirra hafði
gengið út, yfirgefið þau öll.
Stacey og systur hennar höfðu verið rétt tæplega fimm ára,
orðnar spenntar fyrir skólanum, þegar móðir þeirra hafði
sagst hafa fengið nóg. Faðir þeirra hafði verið heimilislæknirinn á staðnum, hafði unnið mikið og á öllum tímumVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Systirin
–Þetta ertþá þú.
Djúp rödd Seans Booke leiddi í líkama Jane og fékk allt
innra með henni til að titra. Hún lokaði augunum í örstutta
stund og hélt sér rólegri, að minnsta kosti á ytra byrðinu. Það
gengi ekki að láta fyrrverandi máginn hrella hana. Með kurteist bros á andlitinu sneri hún sér að honum, lagaði gleraugun ósjálfrátt og rétti úr öxlunum, togaði aðeins í ermarnar
til að tryggja að þær hyldu úlnliðina. Það var varnartækni
sem þróast hafði með árunum til að fela örin sem minntu
hana stöðugt á myrkasta tíma lífs hennar.
Sean Booke stóð fyrir framan hana, hraustlegri, myndarlegri og meira ógnandi en síðast þegar hún hafði séð hann,
sem hafði verið við útför systur hennar fyrir þremur árum.
Þá hafði hann verið í svörtum jakkafötum sem höfðu smellpassað við skap hans og í erfidrykkjunni hafði hún haft fá
tækifæri til að tala við hann því hann hafði einhvern veginn
alltaf verið annars staðar en hún.
Loks hafði hún áttað sig. Sean hafði ekki viljað tala við
hana og miðað við raddblæ hans hafði ekkert breyst. Hann
hélt á spjaldtölvu og tveimur sjúkraskýrslum. Jane ræskti sig.
–Hvernig hefurðu það, Sean? Hún hrósaði sjálfri sér í
hljóði fyrir það hve kurteis og fagmannleg hún hljómaði um
leið og hún gekk á undan honum inn í fundarherbergi barnaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Örlagastund
John Watson brosti að einhverju sem einn af félögum hans sagði þar sem mennirnir þrír gengu í gegnum gróðurinn í Blá- fjöllunum í Ástralíu. Þeir höfðu verið á fótum frá því sex um morguninn, að ganga að hellaþyrpingu og kanna þá. Þurr leðja og skítur voru á fötunum hans, vöðvar líkamans loguðu af þeim þægilega sársauka sem fylgir góðri æfingu. Þeir höfðu sigið niður í hella, klifrað mikið og hann mundi ekki eftir ánægju- legri degi.
–Finnst þér það ekki, John? spurði Stephen Brooks og John leit á kollega sinn. John hafði bara unnið á Katoomba-sjúkra- húsinu í sex mánuði og þessar helgargönguferðir voru orðnar reglulegar. Hann hnyklaði aðeins brýnnar, velti fyrir sér hvort hann væri að verða of tengdur öllu saman, ekki bara svæðinu heldur líka fólkinu sem hann vann með. Halda fjarlægðinni. Það hafði verið lífsregla hans síðustu þrjú árin.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á nýjum stað
Summer Hoyts hélt í hönd sonar síns þegar þau gengu á milli verslananna. Svalur andvarinn bætti úr skák því mjög margir höfðu komið út þetta laugardagskvöld til að sjá risastóra jóla- tréð í miðri þaklausu verslunarmiðstöðinni.
Þetta yrðu fyrstu jólin þeirra í Ballarat. Fyrstu jólin fjarri álaginu sem fylgdi gamla lífinu þeirra í Sydney. Hafði hún gert það rétta? Summer fann fyrir kvíða, og ekki í fyrsta skipti síðan þau höfðu stigið upp í flugvélina fyrir tveimur dögum og komið í nýja bæinn. Hún hafði rifið sig og son sinn upp með rótum og farið burt frá hégómlega lífinu sem þau höfðu neyðst til að lifa í Sydney. Hún hristi höfuðið til að skýra hugann og sagði sjálfri sér að hún hefði gert það rétta. Hún hafði fengið fullt forræði yfir syni sínum og nú var rétti tíminn til að skapa nýtt líf, fjarri valdasjúku tengdafólkinu. Í Ballarat hafði verið auglýst eftir nýjum barnalækni og hún hafði gripið tækifærið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ást á skurðstofunni
Megan var ekki ánægð. Alls ekki. Hún lokaði augunum. Fór með bæn í hljóði og dró andann þrisvar djúpt að sér. Inn og út. Anda. Slaka á. Allt yrði í lagi. Hún var fullorðin kona. Hún var snillingur, reyndar, en því miður náði snilligáfa hennar ekki yfir gamall, óáreiðanlega bíla sem biluðu svo oft að það var ekki fyndið. Ekki lengur! Hún ákvað að líta á þetta eins og þegar sjúklingur skynjaði skap hennar og varð því indæl og róleg þegar hún opnaði augun og sneri lyklinum einu sinni enn
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.