Flýtilyklar
Lucy Clark
Örlagastund
Lýsing
John Watson brosti að einhverju sem einn af félögum hans sagði þar sem mennirnir þrír gengu í gegnum gróðurinn í Blá- fjöllunum í Ástralíu. Þeir höfðu verið á fótum frá því sex um morguninn, að ganga að hellaþyrpingu og kanna þá. Þurr leðja og skítur voru á fötunum hans, vöðvar líkamans loguðu af þeim þægilega sársauka sem fylgir góðri æfingu. Þeir höfðu sigið niður í hella, klifrað mikið og hann mundi ekki eftir ánægju- legri degi.
–Finnst þér það ekki, John? spurði Stephen Brooks og John leit á kollega sinn. John hafði bara unnið á Katoomba-sjúkra- húsinu í sex mánuði og þessar helgargönguferðir voru orðnar reglulegar. Hann hnyklaði aðeins brýnnar, velti fyrir sér hvort hann væri að verða of tengdur öllu saman, ekki bara svæðinu heldur líka fólkinu sem hann vann með. Halda fjarlægðinni. Það hafði verið lífsregla hans síðustu þrjú árin.