Flýtilyklar
Lynne Marshall
Í móðurstað
Lýsing
Sam Marcus stóð í stúkunni fyrir ofan skurðstofuna í St. Francis of the Valley spítalanum og beið þess að barnið hans missti auga. Sem barnalæknir hafði hann orðið vitni að mörgum skurðaðgerðum en aldrei aðgerð á neinum sem hann unni. Í þetta skiptið þurfti hann stuðning svo hann hallaði sér að glugganum til að sjá son sinn betur og til að fæturnir gæfu sig ekki.
Hann horfði á svæfingalækninn svæfa litla drenginn og skurðlækninn undirbúa aðgerðina. Hjartað barðist í brjósti hans og svitinn perlaði á efri vörinni er skurðlæknirinn gerði fyrsta skurðinn. Hann þerraði svitann skjálfhentur og reyndi að átta sig á því sem var að gerast.
Augað fjarlægt með skurðaðgerð.
Tæplega þriggja ára sonur hans, sem hann hafði nýverið ættleitt, var með sjónukímfrumnaæxli svo það þurfti að fjarlægja augað. Hann kyngdi og hristi höfuðið, enn ekki fær um að trúa þessu.
Hann hafði heillast af Danilo, litla munaðarleysingjanum, í síðustu læknaferð hans til Filippseyja. Fellibylur hafði skollið á og eftir stóðu mörg munaðarlaus börn sem þurfti að sinna. Hann hafði ekki verið að leita að syni eða dóttur. Nei, það hafði verið fjarri honum. En þarna hafði einn lítill eins árs drengur vakið athygli hans, drengur sem hafði misst alla fjölskylduna sína í fellibylnum og náð að lifa af í tvo sólarhringa aleinn. Litla hetjan.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.