Flýtilyklar
Brauðmolar
Lynne Marshall
-
Loforð
Conor Delaney og Shelby Brookes röltu eftir Sendlingaströnd við sólarlag, enn í sæluvímu eftir að hafa notið ásta.
Fyrr í mánuðinum, þann 4. júlí, höfðu þau farið í gönguferð og fundið yfirgefið hús á björgunum þaðan sem frábært var að fylgjast með flugeldasýningunni. Hálfhrunið skilti hafði gefið til kynna að húsið nefndist Beacham. Síðan höfðu þau hist þar næstum því hvern einasta eftirmiðdag. Það komst ekkert í hálfkvisti við kynlíf með útsýni til hafs. Á svölum kvöldum eins og núna höfðu þau meira að segja kveikt upp í arninum, enda var strompurinn enn opinn.
–Hvað ef við hefðum ekki rekist hvort á annað? spurði hann.
Þessu hafði hann verið að velta fyrir sér allt frá fyrsta degi.
Shelby leit á hann. Í augum hennar sá hann grallaraglampann sem hafði heillað hann á sínum tíma. Síða hárið bærðist í vindinum og hann varð gripinn löngun í hana enn á ný.
–Þetta er voðalega lítill bær. Ég held að við hefðum ekki komist hjá því.
Hann var á sama máli. Þau höfðu hins vegar þurft á stað að halda þar sem þau gátu hist í friði. Conor bjó á Drumcliffehótelinu þar sem afi hans, faðir og móðir höfðu vakandi auga með öllu, en móðir Shelby var nýkomin heim úr tveggja vikna ferðalagi til Klettafjallanna í Kanada. Svo höfðu þau farið í
gönguferðina og þegar þau fundu húsið á þjóðhátíðardeginum
fékk orðið flugeldasýning nýja merkingu.
Hann þrýsti henni nær sér og hún hjúfraði sig upp að honum meðan þau gengu heimleiðis.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Brimbrettakappinn
Laglega, dökkhærða konan með pappakassann og sorpsekkinn þurfti á hjálp að halda.
Mark Delaney hafði fyrst tekið eftir henni daginn áður, ekki síst taglinu í hárinu sem honum fannst afar truflandi. Nú virtist stórslys vera í aðsigi svo að hann stökk niður úr stiganum sem hann notaði við að mála ufsirnar á Drumcliffe-hótelinu. Litlu munaði að hann sneri á sér ökklann. Síðan skokkaði hann yfir götuna og reyndi að leyna heltinni.
–Þarftu aðstoð?
–Ó, sagði hún, leit flaumósa á hann og var um það bil að missa kassann. –Já, takk.
Hann rauk til og greip kassann, sem reyndist vera léttur.
–Uppáhalds enska testellið mitt er í honum, sagði hún og kinkaði kolli í átt að kassanum. –Ég hefði átt að skipuleggja þetta betur, bætti hún við, nam staðar, greip andann á lofti og brosti.
–Ég heiti Laurel Prescott. Hver ert þú?
–Mark Delaney, svaraði hann og benti yfir götuna. –Foreldrar mínir eiga Drumcliffe.
Hunangsgular augnabrúnirnar lyftust. –Nú? Þá erum við nágrannar.
Hann lagði kassann frá sér á pallinn. Hún gekk til hans og hann sá að hún var með brún augu sem minntu á stórar möndlur.
Það leist honum vel á.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Missir
Daniel Delaney opnaði birgðaskápinn á stofunni sinni, en hann var næstum tómur.
–Keela!
Gramur kallaði hann á aðstoðarstúlkuna sína. Hvað var á seyði? Yfirleitt var hún með allt á hreinu að því er starfið
snerti, en þarna stóð hann nú samt og sá hvergi neinar sinaumbúðir.
Vonsvikinn leit hann í kringum sig. Hvar voru rauðu teygjuböndin og rafmagnspúðarnir fyrir mælitækið? Því betur
sem hann skoðaði sig um, þeim mun fleira skorti.
–Keela!
Umræddur sjúkraþjálfari stakk höfðinu inn í litla birgðaskápinn og rak upp stór augu af undrun og ótta.
–Já?
–Hvar er allt? spurði hann og horfði í kringum sig til að leggja áherslu á mál sitt.
Brýnnar sigu og hún kom inn. –Ég sagði þér í síðustu viku að veðrið fyrir austan setti strik í reikninginn og síðustu
pöntuninni minni seinkar, sagði hún.
Ólíkt honum var hún kurteis enda þótt hún legði granna handleggina í kross og rétti úr sér.
–Nú? Gerðirðu það?
Þau höfðu unnið saman í þrjá mánuði. Hann hafði ráðið hana í hvelli daginn sem hún gekk inn. Það var afar ólíkt
honum en þegar hann missti fyrri aðstoðarkonu sína,Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Í móðurstað
Sam Marcus stóð í stúkunni fyrir ofan skurðstofuna í St. Francis of the Valley spítalanum og beið þess að barnið hans missti auga. Sem barnalæknir hafði hann orðið vitni að mörgum skurðaðgerðum en aldrei aðgerð á neinum sem hann unni. Í þetta skiptið þurfti hann stuðning svo hann hallaði sér að glugganum til að sjá son sinn betur og til að fæturnir gæfu sig ekki.
Hann horfði á svæfingalækninn svæfa litla drenginn og skurðlækninn undirbúa aðgerðina. Hjartað barðist í brjósti hans og svitinn perlaði á efri vörinni er skurðlæknirinn gerði fyrsta skurðinn. Hann þerraði svitann skjálfhentur og reyndi að átta sig á því sem var að gerast.
Augað fjarlægt með skurðaðgerð.
Tæplega þriggja ára sonur hans, sem hann hafði nýverið ættleitt, var með sjónukímfrumnaæxli svo það þurfti að fjarlægja augað. Hann kyngdi og hristi höfuðið, enn ekki fær um að trúa þessu.
Hann hafði heillast af Danilo, litla munaðarleysingjanum, í síðustu læknaferð hans til Filippseyja. Fellibylur hafði skollið á og eftir stóðu mörg munaðarlaus börn sem þurfti að sinna. Hann hafði ekki verið að leita að syni eða dóttur. Nei, það hafði verið fjarri honum. En þarna hafði einn lítill eins árs drengur vakið athygli hans, drengur sem hafði misst alla fjölskylduna sína í fellibylnum og náð að lifa af í tvo sólarhringa aleinn. Litla hetjan.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.