Flýtilyklar
MARSHLAND
-
Gísl
Það snarkaði í varðeldinum, sem kastaði óhugnanlegri birtu og skuggum á andlit ungu áhorfendanna. Stóreygir hlustuðu þeir á sögumanninn, sem átti athygli þeirra alla.
Hinum megin við eldinn sátu Zack Scott, lögreglustjóri í Mystic Glades, og vinur hans, Cole Larson, rannsóknarlögregluþjónn í Colliersýslu, og biðu þess að sögunni lyki til þess að þeir gætu fylgt ungviðinu í bæinn.
Fimmtíu metra í burtu, undir bogadregnu skilti sem líktist krókódíl, var innkeyrslan í sérviskulega og skondna bæinn Mystic Glades. Þar bjuggu tvö til þrjú hundruð manns í bæ sem lá í leyni á fenjasvæðunum í Flórída, nokkrum kílómetrum frá þeim hluta þjóðvegar I75 sem gekk undir heitinu Krókódílasund. Miðbærinn var ein malargata með tvílyftum verslunar og íbúðarhúsum úr timbri og fyrir framan þau höfðu verið lagðar gangstéttir úr plönkum.
Gatan var eins og leikmynd úr spagettí vestra og ekki dró úr áhrifunum að allmargir íbúanna gengu um með skotvopn, annað hvort falin eða fyrir allra augum. Þeirri hefð var Zack staðráðinn í að breyta. Það gekk hins vegar hægt, enda sögðust bæjarbúar þurfa á byssum sínum að halda til að verja sig fyrir slöngum og krókódílum, kvikindum
sem voru mjög algeng á þessum slóðum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ögurstund
Það var ómögulegt að aka bíl inn í graslendið, inn á milli sýprustrjáa og fenjaviðar, nema bíllinn væri á flotholtum. Ryðgaði bíllinn hans Eddie var á sléttum dekkjum sem voru við það að springa. Engin flotholt sjáanleg.
Colton ók út á vegaröxlina rétt við brú sem lá yfir ræsi. Þarna hafði GPS-sendirinn sýnt að Eddie var niðurkominn rétt áður en hann beygði inn í mýrlendið. Það hafði ekki gagnað neitt að láta tæknina um að elta þann grunaða. Hann hefði átt að halda sig nær og hafa augun á Eddie frekar en að treysta á sendinn. Þegar ungi maðurinn beygði út á milliríkjaveginn hafði Colton haldið að hann gæti orðið smeykur ef hann sæi sama svarta Mustanginn í baksýnisspeglinum allan tímann svo hann hafði hægt á sér.
Hvar var vandræðagepilinn núna? Greinilega ekki á þjóðveginum og ekki á vegaröxlinni. Ef GPS-tækið hafði rétt fyrir sér og hann hafði ekið hérna út af veginum gat hann ekkert farið.
Há girðing lá meðfram þessum hluta vegarins á svæði sem gekk undir nafninu Alligator Alley.
Girðingin kom í veg fyrir að villt dýr þvældust út á veginn og yllu slysum. Samt sýndi punkturinn á tækinu að maðurinn sem Colton elti hafði ekið í suður, framhjá girðingunni.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Við dauðans dyr
Dex horfði út um gluggann á Cessna Covalisflugvélinni sinni yfir víðáttu Evergladessvæðisins fyrir neðan sig. Hann flaug á 350 km hraða og tilbreytingalausa, sandlita sefgrassléttan fyrir neðan hann náði yfir stórt svæði, rofin af einstaka skurðum, fullum af leðju, og stórum sýprustrjálundum í vatninu og ræturnar stóðu upp úr söltu vatninu eins og risastór hnúskótt hné. Ef þetta svæði líktist votlendinu heima í Saint Augustine gat hann ekki skilið hvernig nokkur gat þolað lyktina af rotnandi gróðri, lykt sem minnti á úldin egg, nógu lengi til að vilja koma í heimsókn þangað og ennþá síður að búa þar. –Jake, ég skil þetta ekki. Hann hélt farsímanum við eyrað meðan hann horfði út um glugg ann. –Þú lagðir þig fram við að sannfæra mig um að leggja peninga í stofnun einkaspæjarafyrirtækisins Lassiter & Young en svo ertu tilbúinn að hætta, örfáum mánuðum eftir að þú fórst frá öllu sem þú þekktir, þar á meðal mér, og opnaðir stofu í Naples. Fyrir hvað... þessa mýri sem er full af daunillum plöntum og fleiri krókódílum á fermetra en fólki? Getur þú ekki fengið Faye til að flytja frekar en að þú flytjir til Mystic Glades? –Bíddu nú við, sagði Jake, –hvað áttu við þegar þú segir þessi mýri? Ertu ekki ennþá í norður Flórida?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.