MARSHLAND

Gísl
Gísl

Gísl

Published Júlí 2017
Vörunúmer 7. tbl. 2017
Höfundur Lena Diaz
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það snarkaði í varðeldinum, sem kastaði óhugnanlegri birtu og skuggum á andlit ungu áhorfendanna. Stóreygir hlustuðu þeir á sögumanninn, sem átti athygli þeirra alla.
Hinum megin við eldinn sátu Zack Scott, lögreglustjóri í Mystic Glades, og vinur hans, Cole Larson, rannsóknarlögregluþjónn í Colliersýslu, og biðu þess að sögunni lyki til þess að þeir gætu fylgt ungviðinu í bæinn.
Fimmtíu metra í burtu, undir bogadregnu skilti sem líktist krókódíl, var innkeyrslan í sérviskulega og skondna bæinn Mystic Glades. Þar bjuggu tvö til þrjú hundruð manns í bæ sem lá í leyni á fenjasvæðunum í Flórída, nokkrum kílómetrum frá þeim hluta þjóðvegar I­75 sem gekk undir heitinu Krókódílasund. Miðbærinn var ein malargata með tvílyftum verslunar­ og íbúðarhúsum úr timbri og fyrir framan þau höfðu verið lagðar gangstéttir úr plönkum.
Gatan var eins og leikmynd úr spagettí  vestra og ekki dró úr áhrifunum að allmargir íbúanna gengu um með skotvopn, annað­ hvort falin eða fyrir allra augum. Þeirri hefð var Zack staðráðinn í að breyta. Það gekk hins vegar hægt, enda sögðust bæjarbúar þurfa á byssum sínum að halda til að verja sig fyrir slöngum og krókódílum, kvikindum
sem voru mjög algeng á þessum slóðum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is