Flýtilyklar
Brauðmolar
MAVERICK *BRÆÐURNIR*
-
Eldsvoði
Fyrir fimm árum, í Whistler í Norður-Karólínu.
Sjúkrahúsið stóð í björtu báli.
Skelfingaróp heyrðust. Slökkviliðsmenn og bráðatæknar þustu að til að slökkva logana og aðstoða særða og veika og koma þeim í öruggt skjól. Þeir höfðu verið við vinnu sína í hálftíma, alveg síðan viðvörunarbjallan gall.
Hjúkrunarfræðingurinn Peyton Weiss fylgdi síðasta sjúklingnum út af bráðamóttökunni. –Komdu, ljúfan, sagði hún og hjálpaði rosknu konunni að setjast í hjólastól. –Við þurfum að hafa hraðan á.
Litla konan var grátandi og ringluð og hendur hennar skulfu, en Peyton hvíslaði að henni hughreystingarorðum meðan hún ýtti stólnum út um neyðarútganginn. Grasflötin var full af sjúklingum,
áhyggjufullum ættingjum og starfsfólki spítalans, auk fjölmiðlamanna. Hún var hálfgert jarðsprengjusvæði, þakið skelfdu og særðu fólki.
Hjartað sló ört er hún skildi gömlu konuna eftir í höndum bráðatæknis og svipaðist um eftir móður sinni. Margaret Weiss hafði verið lögð inn með lungnabólgu fyrir viku.
Sama dag hafði kona Barrys Inman dáið á bráðadeildinni.
Skelfingu lostin þaut Peyton yfir flötina og kannaði rúm, hjólastóla og börur. Enda þótt starfsfólk spítalans hefði reynt að koma öllum út á skipulegan hátt hafði hálfgerð ringulreið tekið við þegar eldurinn breiddist út.
Hana sveið í augum af völdum reykjarins.
Tvennt hafði þegar fengið alvarleg brunasár.
Kona nokkur öskraði hástöfum. Hún fann ekki barnið sitt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hefndarslóð
Hún setti derhúfuna á höfuðið og gerði hvað hún gat til þess að halda sig í skugganum. Gekk svo út í bíl og ók í burtu frá bensínstöðinni. Stór og þrekvaxinn maður í hettupeysu fylgdist með henni þar sem hann stóð við eina bensíndæluna.
Hún fékk hnút í magann. Hafði Robert borgað einhverjum fyrir að elta hana?
Kuldahrollur hríslaðist um hana svo hún steig ákveðið á bensíngjöfina og þaut út á hraðbrautina. Í öngum sínum leit hún í spegilinn til þess að athuga hvort maðurinn væri á hæla hennar en svo var ekki sem betur fór.
En þrátt fyrir þetta bærðust alls kyns tilfinningar í brjósti hennar, ótti og jafnvel örvænting. Hún hafði yfirgefið íbúðina sína, pakkað öllu í skyndi og drifið sig burt. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig hún ætlaði að fara að því að hefja nýtt líf en fyrst varð hún að komast burt frá honum.
Nálgunarbannið sem hún hafði fengið hafði engin áhrif á hann.
Hann hafði einfaldlega leitt það hjá sér og haldið áfram að hóta henni. Hann hafði lofað henni því að hún myndi fá að gjalda fyrir það ef hún færi frá honum.
Síðan hafði hann bundið hana fasta og skilið hana eftir allsnakta og aleina. Hann hafði horfst í augu við hana og sagt
henni að hún yrði að læra að vera almennileg eiginkona.
Þau voru ekki gift. Hún hafði hafnað bónorði hans og gert nokkrar tilraunir til þess að ljúka þessu sambandi.
Hann hafði þverneitað að fallast á það að þessu væri lokið.
Loks þegar henni hafði tekist að losna úr fjötrunum hafði hún drifið sig í burt og gist á ódýru hóteli við hraðbrautina. Hún var skelfingu lostin og vissi í raun ekki hvert hún var að fara. Lögreglan hafði sagt henni að hún gæti ekki aðstoðað hana nema hann skaðaði hanaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Nær dauða en lífi
Hún snerist í hringi og leitaði að skilti sem vísaði að veginum.
Ekkert nema fleiri tré og rísandi fjallið fyrir framan hana.
Það brakaði í snjónum þegar hún gekk og allt í einu brotnaði grein og féll fyrir framan hana. Hún datt um hana, hún reyndi að grípa í eitthvað til að minnka fallið. Hún greip í grófan börkinn á eikartré og rispaði á sér lófana. Hnén sukku niður í djúpan snjóinn og fötin hennar voru rök og köld.
Hún var ekki í úlpu, ekki með húfu né vettlinga.
Hún skalf og leit í kringum sig, leitaði að stað. Einhverjum stað þar sem hún gæti falið sig fyrir honum.
Skyndilega heyrði hún djúpa rödd. –Þetta er búið! Þú sleppur ekki.
Nei... öskraði hún innra með sér. Hún varð að komast undan.
Eitthvað sagði henni að hann myndi drepa hana ef hann næði henni.
Klakinn festist við fötin hennar þegar hún reyndi að klöngrast áfram í gegnum snjóinn. Eitt skref. Annað skref. Hún sá stíg fyrir framan sig, kannski myndi hann leiða hana að veginum.
Eða alla vega eitthvert skjól. Stað til að fela sig á.
Hún heyrði dýrahljóð í fjarska. Sléttuúlfur? Villiköttur?
Það voru örugglega birnir í þessum fjöllum.
Annað skref og annað. Hún festi stígvélið í gróðri. Hún riðaði og greip í eitthvað til að halda í. Neglurnar grófust inn í
börkinn á litlu tré. Hún faðmaði það og tók andköfEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dularfullt brottnám
Litla dóttir hennar var fullkomin.
Hún lagði á minnið hvert einasta smáatriði í andlitsdráttum hennar, örsmátt nefið og spékoppana og líka fingur og tær.
–Hún er fegursta barn sem ég hef nokkurn tíma séð, hvíslaði hún.
–Hún er eins og engill, muldraði Drew.
Cora brosti. Hún var þakklát fyrir það að hann virtist líka hamingjusamur. Þegar hún hafði fyrst sagt honum að hún væri ólétt hafði hann ekki tekið því vel. Hann óttaðist að þau hefðu ekki efni á að eignast barn og svo hafði hann áhuga á að gerast meðeigandi í lögfræðifyrirtæki. Hún hafði fullvissað hann um að þau réðu við að eignast barn en hann var engu að síður áhyggjufullur yfir fjárhagnum.
Síminn hans hringdi. Hann leit afsakandi til hennar. –Fyrirgefðu, ég verð að svara þessu.
Hann hraðaði sér út úr stofunni og Cora kyssti Alice á kinnina og strauk henni blíðlega.
Fáeinum mínútum síðar birtist Lisa, hjúkrunarfræðingurinn sem hafði aðstoðað við fæðinguna.
–Við verðum að taka hana og skoða hana ögn nánar. Hún klappaði Coru á annan fótlegginn. –Ég kem aftur með hana eftir augnablik. Þú ættir að reyna að hvílast.
Cora hélt Alice þétt að sér áður en Lisa tók við henni. Hún var svo spennt að það hvarflaði ekki að henni að hún myndi
festa svefn en engu að síður var hún steinsofnuð um leið og Lisa lokaði á eftir sér.
Hana dreymdi að hún væri á leið inn í barnaherbergið með Alice í fanginu þegar hún vaknaði skyndilega við reykjarlykt.
Augnabliki síðar fór brunavarnarkerfi í gang, dyrnar voru rifnar upp á gátt og Lisa þaut inn fyrir.
–Drífðu þig, við verðum að fara útEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.