Flýtilyklar
MAVERICK *BRÆÐURNIR*
Nær dauða en lífi
Lýsing
Hún snerist í hringi og leitaði að skilti sem vísaði að veginum.
Ekkert nema fleiri tré og rísandi fjallið fyrir framan hana.
Það brakaði í snjónum þegar hún gekk og allt í einu brotnaði grein og féll fyrir framan hana. Hún datt um hana, hún reyndi að grípa í eitthvað til að minnka fallið. Hún greip í grófan börkinn á eikartré og rispaði á sér lófana. Hnén sukku niður í djúpan snjóinn og fötin hennar voru rök og köld.
Hún var ekki í úlpu, ekki með húfu né vettlinga.
Hún skalf og leit í kringum sig, leitaði að stað. Einhverjum stað þar sem hún gæti falið sig fyrir honum.
Skyndilega heyrði hún djúpa rödd. –Þetta er búið! Þú sleppur ekki.
Nei... öskraði hún innra með sér. Hún varð að komast undan.
Eitthvað sagði henni að hann myndi drepa hana ef hann næði henni.
Klakinn festist við fötin hennar þegar hún reyndi að klöngrast áfram í gegnum snjóinn. Eitt skref. Annað skref. Hún sá stíg fyrir framan sig, kannski myndi hann leiða hana að veginum.
Eða alla vega eitthvert skjól. Stað til að fela sig á.
Hún heyrði dýrahljóð í fjarska. Sléttuúlfur? Villiköttur?
Það voru örugglega birnir í þessum fjöllum.
Annað skref og annað. Hún festi stígvélið í gróðri. Hún riðaði og greip í eitthvað til að halda í. Neglurnar grófust inn í
börkinn á litlu tré. Hún faðmaði það og tók andköf
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók