Flýtilyklar
Brauðmolar
Óleyst sakamál
-
Leitin að sannleikanum
–Guð blessi okkur öll. Katie Rinaldi klappaði ásamt öðrum sem voru staddir í samkomusal skólans en flest sætin voru mannlaus. Leikhópur hverfisins, sem hún var í, var að æfa Jólasögu eftir Charles Dickens. Hvíthærði maðurinn, sem lék Ebenezer Scrooge, stóð á miðju sviðinu, tók í hendur fólks og tók við hamingjuóskum frá öðrum leikurum eftir fyrstu tækniæfingu með hljóðum og ljósum. Búningarnir sem hún hafði hannað handa vofunum þremur virtust passa vel. Um leið og hún yrði búin að mála grímuna handa anda framtíðarjólanna gæti hún setið og notið þess að horfa á leikritið eins og hver annar áhorfandi. Allt í lagi þá, eins og stolt mamma. Hún horfði bara á Tim litla. Hún lyfti þumalfingri til sonar síns og hló þegar hann átti í baráttu við langar ermarnar á jakkanum sínum við að lyfta fingrinum til baka. Hann ranghvolfdi augunum pirraður og hlátur hennar varð að skilningsríku brosi. Hún myndaði með vörunum, –Allt í lagi, ég skal laga þetta. Þegar Tyler Rinaldi var viss um að hún væri búin að sjá þetta sneri hann sér að stráknum við hliðina á sér sem lék einn af eldri Cratchit-bræðrunum og fór að spjalla við hann. Ein stúlknanna kom í hópinn, tók með sér leikmun og um leið voru þau farin að metast um hver yrði fyrstur til að koma tréboltanum, sem var festur við streng, í skálina. Katie hafði þegar nóg að gera í starfi sínu hjá lögreglunni í Kansas City og við erilinn sem fylgdi jólaundirbúningnum, þó að hún bætti ekki starfinu við leikritið við hjá sér en hún var
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Launungarmál
–Af hverju myrtirðu konuna, Stephen? spurði Rosemary March og horfði yfir rispað borðið á yngri bróður sinn. –Og ekki segja að það hafi verið til að ræna hana og fá peninga fyrir fíkniefnum. Ég veit að þú ert ekki þannig. Rosemary horfði á 28 ára karlmanninn sem hún hafði reynt að ala upp eftir að flugslys fyrir nokkrum árum hafði gert þau munaðarlaus. Hún reyndi að láta sem fólk fylgdist ekki með þeim í gegnum gluggana. Það var auðveldara en að láta sem hún fyndi ekki fyrir innilokunarkennd í þessum litla heimsóknarklefa í fylkisfangelsinu í Missouri. En það var ómögulegt að hunsa glamrið frá hlekkjunum sem Stephen March var með um ökkla og úlnliði. –Þú spyrði mig í hvert skipti sem þú kemur, Rosemary. –Af því að ég er ekki ánægð með svörin sem þú hefur gefið mér. Hún strauk fingri eftir kraganum á blússunni sinni og sagði sjálfri sér að hún svitnaði vegna sumarhitans í Missouri, ekki vegna augnaráðsins sem hún fékk frá öðrum fanga eða þeirrar ráðgátu af hverju bróðir hennar hafði myrt konu sem hann þekkti ekki. –Ég þoli ekki að sjá þig hérna. –Þú verður að hætta að velta þér upp úr þessu. Ég á skilið að vera hérna. Trúðu mér. Það hefði aldrei orðið neitt úr mér hvort sem er. –Það er ekki satt. Listrænir hæfileikar þínir hefðu getað... –En ég nýtti þá ekki. Hann hamraði fingrunum á borðplötuna. Þannig hafði hann alltaf verið. Ofvirkur. Alltaf á hreyfingu, alltaf fullur af orku. Faðir þeirra hafði komið honum í frjálsar íþróttir, móðir þeirra hafði fengið honum teikniblýant. Sú útrás gat þó ekki keppt við amfetamínfíknina sem hafði eyðilagt líf hans. –Að missa mömmu og pabba afsakaði ekki að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hulduleikur
–Af hverju er málið flokkað sem kalt? Olivia Watson rannsóknarlögreglumaður settist á hækjur sér hjá líkinu sem lá á þykku skrifstofuteppinu. Það hafði fengið þungt höfuðhögg. Blóðpollurinn virtist nógu nýr. Það sem talið var vera morðvopnið, verðlaunagripur fyrir sjálfboðastörf sem tekinn hafði verið af skrifborði þess látna, hafði þegar verið sett í poka og merkt af tæknimanninum sem stóð skammt frá og talaði við réttarlækninn. Einkennisklæddur lögreglumaður og tveir öryggisverðir héldu aftur af starfsfólkinu, sem var gáttað og sorgmætt. Kober & félagar, almannatengslafyrirtækið. Þarna voru einnig forvitnir áhorfendur úr öðrum fyrirtækjum í byggingunni. Rannsóknarlögreglumennirnir tveir voru hinum megin í herberginu að tala við einkaritarann, sem hafði komið í vinnuna eftir hálfs dags dekur í heilsulind og fundið líkið. Þeir virtust hafa góða stjórn á öllu. Af hverju að kalla á hana, sem var í deild í fjórða umdæmi sem sinnti gömlum málum? Olivia hvíldi framhandleggina á lærunum á sér og virti f yrir sér hinn látna, sem virtist vera á sjötugsaldri. Þetta háhýsi úr stáli og gleri í miðborg Kansas City var næstum jafn nýtt og morðið sjálft. Hún var vön að vinna með rykuga kassa og krufningarskýrslur sem vöktu margar spurningar sem ekki hafði verið svarað. Hún vann með beinagrindur og uppþornuð lík, eða áætluð fórnarlömb sem aldrei höfðu fundist. Flestir töldu að deildin hennar fengi auðveldari verkefni en þær sem sinntu nýjum glæpum. Hún vildi líta þannig á það að það þyrfti meiri gáfur, innsæi og þrautseigju en í öðrum deildum lögreglunnar í Kansas City.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.