Óleyst sakamál

Launungarmál
Launungarmál

Launungarmál

Published Nóvember 2016
Vörunúmer 362
Höfundur Julie Miller
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Af hverju myrtirðu konuna, Stephen? spurði Rosemary March og horfði yfir rispað borðið á yngri bróður sinn. –Og ekki segja að það hafi verið til að ræna hana og fá peninga fyrir fíkniefnum. Ég veit að þú ert ekki þannig. Rosemary horfði á 28 ára karlmanninn sem hún hafði reynt að ala upp eftir að flugslys fyrir nokkrum árum hafði gert þau munaðarlaus. Hún reyndi að láta sem fólk fylgdist ekki með þeim í gegnum gluggana. Það var auðveldara en að láta sem hún fyndi ekki fyrir innilokunarkennd í þessum litla heimsóknarklefa í fylkisfangelsinu í Missouri. En það var ómögulegt að hunsa glamrið frá hlekkjunum sem Stephen March var með um ökkla og úlnliði. –Þú spyrði mig í hvert skipti sem þú kemur, Rosemary. –Af því að ég er ekki ánægð með svörin sem þú hefur gefið mér. Hún strauk fingri eftir kraganum á blússunni sinni og sagði sjálfri sér að hún svitnaði vegna sumarhitans í Missouri, ekki vegna augnaráðsins sem hún fékk frá öðrum fanga eða þeirrar ráðgátu af hverju bróðir hennar hafði myrt konu sem hann þekkti ekki. –Ég þoli ekki að sjá þig hérna. –Þú verður að hætta að velta þér upp úr þessu. Ég á skilið að vera hérna. Trúðu mér. Það hefði aldrei orðið neitt úr mér hvort sem er. –Það er ekki satt. Listrænir hæfileikar þínir hefðu getað... –En ég nýtti þá ekki. Hann hamraði fingrunum á borðplötuna. Þannig hafði hann alltaf verið. Ofvirkur. Alltaf á hreyfingu, alltaf fullur af orku. Faðir þeirra hafði komið honum í frjálsar íþróttir, móðir þeirra hafði fengið honum teikniblýant. Sú útrás gat þó ekki keppt við amfetamínfíknina sem hafði eyðilagt líf hans. –Að missa mömmu og pabba afsakaði ekki að

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is