Flýtilyklar
OMEGA CREW
Örlagafléttur
Lýsing
Hjón á áttræðisaldri gengu inn og settust við næsta lausa borð. Þau voru allavega ekki Vaktarinn en hún vissi þó að hann var ekki langt undan. Henni bærist næsta örugglega orðsending síðar í kvöld… bréf, tölvupóstur eða skilaboð… með tilvísan til þess hvar hún hafði verið. Venjulega var orðsendingunum rennt undir dyrnar hjá henni um miðja nótt og þar kæmi fram hvað hún hafði fengið sér, nafn þjónustustúlkunnar eða að hún bætti strásætu en ekki strásykri í kaffið sitt. Ógnvekjandi smá atriði sem staðfestu að Vaktarinn hafði ekki verið langt undan. Þannig hafði það verið í öll hin skiptin. Rosalyn svipaðist um í kringum sig í leit að manneskju sem mögulega fylgdist með henni en varð ekki vör við neitt grunsamlegt.
Ekkert frekar en í fyrri skiptin.
Svo gat líka verið að ekkert heyrðist frá honum dögum saman. Það gerðist stundum.
Rosalyn vissi aldrei við hverju var að búast og það var að gera hana geðveika. Það eina sem var öruggt var óttinn sem brann innra með henni og sem ágerðist stig af stigi.
Þjónustustúlkan… Jessie… hóf að hreinsa af næsta borði við hliðina og staðnæmdist síðan hálf vandræðaleg við borð Rosalyn. –Afsakaðu, frú, en forstjórinn sagði að ég ætti að biðja þig um að fara ef þú ætlar ekki að panta eitthvað meira að borða. Kvöldverðargestirnir fara að tínast inn hvað úr hverju.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók