Flýtilyklar
Brauðmolar
OMEGA CREW
-
Stundin er runnin upp
–Náðu í gulu miðana þína, bjáni, muldraði hún með sjálfri sér. –Taktu þér taki.
Hún hafði uppgötvað þetta bragð á öðru árinu sem „látin“ manneskja. Henni hafði loksins tekist að stöðva hringferðirnar með því að festa gula miða á glugga og hurðir eftir að tryggt hundrað prósent að hver og einn inngöngumöguleiki væri harðlokaður og læstur. Þannig fullvissaði hún sig um að hafa ekki gleymt neinum þeirra. Án gulu miðanna hefði hún líklega haldið hringferðum sínum áfam í hið óendanlega.
Natalie náði í blokk með gulum miðum og hóf hringferð sína um húsið. Kannaði allar dyr enn og aftur og síðan hvern einasta glugga enn og aftur. Gulu miðarnir veittu ákveðna öryggiskennd en þrátt fyrir það þurfti hún að beita sjálfa sig hörðu til að fara ekki aðra hringferð og tryggja að allt væri tryggilega lokað og læst.
Hún hafði ekki þurft á gulu miðunum að halda um nokkra hríð. Pínulitla íbúðin hennar var í innri hluta bílskúrs og samanstóð einungis af einu litlu herbergi auk enn smærra baðherbergis og því einungis tveir gluggar og einar
dyr. Það hafði því ekki þurft mikið af gulum miðum til að veita henni öryggiskennd þar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Landráð
Sumum konum leið best í svörtum kjól og háhælaskóm. Þá voru þær fullar sjálfstrausts og reiðubúnar að takast á við hvað sem vera skyldi. Þannig leið Lillian Muir þegar hún var í sérsveitarbuxunum sínum, bardagastígvélunum og hermannavestinu.
Hún var hvorki hávaxin né þung og áður fyrr fannst henni óþægilegt að klæðast þessum þunga fatnaði, en hún var fyrir löngu orðin vön honum. Nú var næstum þægilegra að hafa þessi fimmtán aukakíló utan á sér en ekki.
Þunginn var eins og þægilegur vinur.
Hríðskotabyssan hennar lá við öxlina og strauk hökuna á henni. Hún gældi blíðlega við hana meðan hún hélt för sinni áfram í kyrrðinni þetta vetrarkvöld í Coloradó. Á bakinu bar hún haglabyssu og við mittið hafði hún Glock-skammbyssu sér til halds og trausts.
Hún var mun betur í stakk búin til að mæta því sem framundan var en ef hún hefði farið á háa hæla.
Og það sem var framundan reitti hana svo sannarlega til reiði.
Það var karlmaður sem hélt fyrrverandi eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra í gíslingu og ógnaði þeim með skotvopni.
–Staðan, Bolabítur fyrsti?
Lillian klappaði létt á hnappinn þannig að hún gæti talað í fjarskiptabúnaðinn sem festur var á eyrað á henni undir hjálminum. –Ég er að koma að bakdyrunum, foringi.
–Móttekið. Bíddu áður en þú ferð inn.
Einn af nýjustu liðsmönnum hópsins, PhilipEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stund milli stríða
Cain Bennett, fulltrúi á vegum Omega deildarinnar, sat í öftustu röð réttarsalarins og beið þess að dómarinn gengi í salinn og felldi dóm yfir konunni sem Cain hafði elskað frá því hann var sextán ára gamall. Hayley Green. Konu sem hann hafði persónulega séð til að yrði handtekin.
Hayley sat teinrétt í baki fyrir framan dómarabekkinn, klædd fangabúningi kvennafangelsis Fulton héraðs í Georgíufylki. Skvaldrið í mannfjöldanum virtist ekkert koma við hana.
Þarna var fjöldinn allur af fjölmiðlafólki, fulltrúar stjórnvalda og meira að segja þó nokkrir frá litla heimabænum þeirra í Georgíu... líklega hafði forvitnin rekið þá hingað fremur en áhyggjur af Hayley.
Halda mætti að fyrir dyrum stæði að dæma Hayley fyrir morð en ekki tölvuglæp. Cain hafði enn ekki getað kyngt því að Hayley veldi að nota ótrúlega tölvufærni sína í ólöglegum tilgangi… með því að hakka sig inn í CET inntökupróf menntaskólanna. Ómögulegt átti að vera að hakka sig inn í þessi rafrænu próf sem voru þannig upp sett að þær spurningar sem hver og einn nemandi fékk völdust af handahófi og niðurstöður birtust um leið og nemendur höfðu lokið prófinu.
Hayley og vitorðsmönnum hennar hafði tekist að hakka sig inn í grunnforrit kerfisins og sett þar saman gervipróf sem kerfið skynjaði sem raunveruleg og gaf þeim sem þau þreyttu einkunn fyrir. Nemendur sem voru af efnuðum foreldrum komnir voru reiðubúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir þessi gervipróf og svörin sem þeim fylgdu þar sem góðar einkunnirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Umsátrið
Þau voru öll vopnuð við athöfnina og í veislunni á eftir, enda ekki nema um tveir mánuðir frá því einhver vitfirringur hafði ruðst inn í kirkjuna og reynt sitt besta til að eyðileggja síðasta brúðkaup sem haldið var innan hópsins. Sá hafði sem betur fer náðst og til allrar hamingju hafði engan gestanna sakað en þau voru sér öll afar meðvituð um að ekkert þeirra eða ástvina þeirra voru óhult á meðan Damien Freihof, heilinn á bak við þessa uppákomu ásamt ótalmörgum öðrum atlögum gegn Omega deildinni síðasta árið, gekk enn laus. Af þeim sökum var hver einasti fulltrúi sem viðstaddur var brúðkaup Brandon Han og Andreu Gordon vopnað ur þó að ekki bæri á því.
Roman Weber var vopnaður tveimur byssum, annarri undir aftanverðu buxnahaldinu og hinni við innanverðan ökklann. Hann hafði reyndar ekki verið viðstaddur síðasta brúðkaup innan Omega hópsins en ástæða þess var sú að hann hafði þá legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í sprengingu sem Freihof hafði komið fyrir. Annar fulltrúi deildarinnar
hafði látið lífið í sprengingunni. Roman var því ekki beinlínis upplagður fyrir að fá sér í glas, hlæja, dansa eða gleðjast með þeimEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stjórnlaus þrá
Það mátti segja margt um Caroline en lygari var hún ekki. Lífið var of stutt til að lifa í lygi.
Hún hafði lært það af biturri reynslu átján mánuðum áður.
Hún minnti sjálfa sig á að hringja í símafyrirtækið eða skoða hvernig ætti að blokka skilaboð á símanum eftir vinnu í kvöld.
Því hún hafði klárlega ekki tíma til að gera það núna. Hún þurfti að takast á við raunverulega neyð. Þegar sjúkrabíllinn stöðvaðist stökk Caroline út farþegamegin og skoðaði ringulreiðina í kringum sig.
Hún dró andann djúpt þegar hún litaðist um meðal bílflakanna og reyndi að meta hvað hún þyrfti að gera fyrst. Þykk morgunþokan sem læðst hafði inn frá ströndinni hjá Corpus Cristi gerði allt erfiðara... sérstaklega dauðaslys.
Sem bráðaliði voru slys og slasað fólk daglegt brauð hjá henni. Sem betur fer þurfti hún ekki oft að koma að svona aðstæðum: sjö bílum sem lent höfðu í hræðilegum árekstri.
Hún snéri sér að samstarfskonu sinni sem var að koma út úr sjúkrabílnum.
–Kimmie, kallaðu á aðstoð. Við þurfum hjálp. Margir slasaðir. Láttu þau vita.
Kimmie gerði það strax en Caroline rannsakaði stöðuna betur. Þokan hafði átt stóran þátt í þessu fjölmenna slysi á hraðbrautinni en enn stærri þátt mátti rekja til einhvers bjánaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Þakkarskuld
–Ég veit ekki hvenær hann byrjaði að leka, en ástandið var orðið slæmt þegar Chloe vakti mig í morgun.
Það var eins og hin nítján mánaða gamla Chloe vildi staðfesta frásögnina, því að hún byrjaði að hjala á handleggnum á móður sinni og klappa saman lófunum. Hún vildi greinilega komast niður á gólf til að leika við Ashton, en Summer var ekki á þeim buxunum.
–Þetta er ekkert mál, sagði Ashton.
Reyndar var þetta töluvert mál. Hann yrði of seinn í vinnu sína á þjálfunarmiðstöð sérsveitar Ómega. Það gerði svo sem ekki mikið til, enda var sveitin bara við æfingar þennan dag, en ef félagar hans kæmust að því að hann væri seinn
fyrir vegna þess að Summer Worrall notaði hann sem viðgerðarmann einn ganginn enn myndu þeir stríða honum miskunnarlaust.
Aftur.
Þeir könnuðust allir við Summer og Chloe.
Eiginmaður Summer hafði fallið í valinn fyrir tæpum tveimur árum, þegar samningaviðræður í gíslatökumáli höfðu farið út um þúfur. Síðan hafði siðblindingi rænt henni fyrir átta mánuð um í tengslum við annað mál sem sérsveit við bragðsdeildar Ómega vann að. Sérsveitin var skipuð úrvalsfólki frá hinum ýmsu löggæslustofnunum landsins.
Enginn gerði því athugasemdir við það aðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Örlagafléttur
Hjón á áttræðisaldri gengu inn og settust við næsta lausa borð. Þau voru allavega ekki Vaktarinn en hún vissi þó að hann var ekki langt undan. Henni bærist næsta örugglega orðsending síðar í kvöld… bréf, tölvupóstur eða skilaboð… með tilvísan til þess hvar hún hafði verið. Venjulega var orðsendingunum rennt undir dyrnar hjá henni um miðja nótt og þar kæmi fram hvað hún hafði fengið sér, nafn þjónustustúlkunnar eða að hún bætti strásætu en ekki strásykri í kaffið sitt. Ógnvekjandi smá atriði sem staðfestu að Vaktarinn hafði ekki verið langt undan. Þannig hafði það verið í öll hin skiptin. Rosalyn svipaðist um í kringum sig í leit að manneskju sem mögulega fylgdist með henni en varð ekki vör við neitt grunsamlegt.
Ekkert frekar en í fyrri skiptin.
Svo gat líka verið að ekkert heyrðist frá honum dögum saman. Það gerðist stundum.
Rosalyn vissi aldrei við hverju var að búast og það var að gera hana geðveika. Það eina sem var öruggt var óttinn sem brann innra með henni og sem ágerðist stig af stigi.
Þjónustustúlkan… Jessie… hóf að hreinsa af næsta borði við hliðina og staðnæmdist síðan hálf vandræðaleg við borð Rosalyn. –Afsakaðu, frú, en forstjórinn sagði að ég ætti að biðja þig um að fara ef þú ætlar ekki að panta eitthvað meira að borða. Kvöldverðargestirnir fara að tínast inn hvað úr hverju.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Afl ástarinnar
Hún hafði fylgst með honum í heilt ár.
Hún hafði ferðast um landið þvert og endilangt og farið hvert sem hann fór. Aðrir myndu kannski kalla þetta aumkunarvert en henni fannst það ekki. Hvað annað átti hún að gera fyrst hann hafði tekið allt frá henni?
Joe Matarazzo hafði rænt hana manninum sem hún elskaði. Og þegar hún missti allt eftir það – vinnuna, vini sína, heimili sitt – hafði það líka verið honum að kenna. Joe Matarazzo hafði rænt hana framtíðinni.
Svo nú ferðaðist hún um og fylgdist með honum. Eða þegar hún gat ekki ferðast kembdi hún internetið eftir fréttum af honum.
Í hvert skipti sem hún heyrði nafn hans á lögreglurásinni var hún tilbúin til að rjúka á staðinn. Hún var viss um að hann myndi bjarga deginum enn einu sinni.
Af hverju hafði hann ekki getað bjargað deginum þegar það hafði skipt mestu máli?
Maðurinn sem hún elskaði hafði orðið eldi að bráð. Joe Matarazzo hefði getað komið í veg fyrir það en hafði ekki gert það. Hafði ekki reynt það nægilega ekki eins og hann myndi gera í dag. Ekki eins og hún hafði séð hann reyna í öll hin árangursríku skiptin. Hann var í mikilvægasta starfi í heimi: Að bjarga þeim sem gátu ekki bjargað sér sjálfir. Leiða þá út
úr hættunum. Leggja sitt líf í sölurnar fyrir þá.
En hann hafði ekki sinnt starfi sínu fyrir ári síðan. Næstum nákvæmlega fyrir ári núna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Maður aðgerða
Handan afgirta svæðisins stóðu hópar fréttamanna mismunandi fjölmiðla með allan sinn búnað og aðstoðarmenn sem jók meira á ringulreiðina. Þar fyrir handan stóðu almennir áhorfendur… glóparnir… í von um að verða vitni að einhverju spennandi og fönguðu uppákomuna frá öllum sjónarhornum á snjallasímana sína.
Þrír náungar höfðu tekið sextán manns í gíslingu eftir misheppnaða tilraun til bankaráns í útjaðri Phoenix í Arizona. Andrea hefði verið sautjándi gíslinn ef hún hefði ekki áttað sig á hvað var í aðsigi þegar henni varð litið framan í einn ræningjann. Reiði og ofbeldi var það sem hún las úr svip hans.
Andrea var einungis nítján ára gömul en snillingur í að túlka svipbrigði og líkamstjáningu fólks og átta sig á hvenær hættu stafaði af fólki… mögulega sökum þess hve oft hún hafði þurft að beita þessum hæfileikum til að forðast hnefa frænda síns. En hvað sem því leið, þá höfðu þessir hæfileikar rekið hana til að forða sér út úr bankanum áður en ræningjarnir létu til
skarar skríða. Þeir höfðu ekki komið saman inn í bankann en hún áttaði sig strax á að þeir unnu sem teymi. Hún hafði sömuleiðis samstundisEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástir og átök
Vanessa hafði lent í báðum þessum aðstæðum á síðustu fjörutíuogátta tímum.
Vinnufélagar hennar sögðu að hún tæki starfið of persónulega og að hún þyrfti að halda faglegri fjarlægð. Vanessa hristi af sér þessar raddir. Stundum þurfti fólk hjálp umfram það sem starfið krafðist. Þegar hún gat hjálpað gerði hún það. Því það var alltof oft sem hún gat ekkert gert.
Hún bjóst við að flestir sem á annað borð vissu um það, myndu segja henni að nota eitthvað af fimm milljón dölunum sem foreldrar hennar höfðu til reiðu fyrir hana. En Vanessa gat ekki gert það. Myndi ekki gera að. Hún ætlaði aldrei að snerta þessa peninga.
Hún ýtti frá sér öllum hugsunum um fjölskyldu sína þegar hún gekk eftir sandinum við Roanoke sundið við Outer Banks í NorðurKarólínu. Hún myndi ekki láta þau skemma sjaldgæfan frið og ró hennar.
En þessi sandur, einmitt þessi sandur, á milli tánna á henni gaf henni kraft. Hjálpaði henni að muna að allt yrði í lagi. Hjálpaði henni að hreinsa hugann og skilja eftir vandamálin sem hún gat ekki leyst.
Það var byrjun október. Sólin var sest fyrir nokkrum mínútum og mannlaus ströndin var sveipuð purpuramóðu. Flestir ferðamennirnir voru löngu farnir frá Outer Banks og þeir hefðuEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.