Flýtilyklar
OMEGA CREW
Stundin er runnin upp
Lýsing
Náðu í gulu miðana þína, bjáni, muldraði hún með sjálfri sér. –Taktu þér taki.
Hún hafði uppgötvað þetta bragð á öðru árinu sem „látin“ manneskja. Henni hafði loksins tekist að stöðva hringferðirnar með því að festa gula miða á glugga og hurðir eftir að tryggt hundrað prósent að hver og einn inngöngumöguleiki væri harðlokaður og læstur. Þannig fullvissaði hún sig um að hafa ekki gleymt neinum þeirra. Án gulu miðanna hefði hún líklega haldið hringferðum sínum áfam í hið óendanlega.
Natalie náði í blokk með gulum miðum og hóf hringferð sína um húsið. Kannaði allar dyr enn og aftur og síðan hvern einasta glugga enn og aftur. Gulu miðarnir veittu ákveðna öryggiskennd en þrátt fyrir það þurfti hún að beita sjálfa sig hörðu til að fara ekki aðra hringferð og tryggja að allt væri tryggilega lokað og læst.
Hún hafði ekki þurft á gulu miðunum að halda um nokkra hríð. Pínulitla íbúðin hennar var í innri hluta bílskúrs og samanstóð einungis af einu litlu herbergi auk enn smærra baðherbergis og því einungis tveir gluggar og einar
dyr. Það hafði því ekki þurft mikið af gulum miðum til að veita henni öryggiskennd þar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók