OMEGA CREW

Stund milli stríða
Stund milli stríða

Stund milli stríða

Published Júní 2019
Vörunúmer 64
Höfundur Janie Crouch
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Cain Bennett, fulltrúi á vegum Omega deildarinnar, sat í öftustu röð réttarsalarins og beið þess að dómarinn gengi í salinn og felldi dóm yfir konunni sem Cain hafði elskað frá því hann var sextán ára gamall. Hayley Green. Konu sem hann hafði persónulega séð til að yrði handtekin.
Hayley sat teinrétt í baki fyrir framan dómarabekkinn, klædd fangabúningi kvennafangelsis Fulton héraðs í Georgíufylki. Skvaldrið í mannfjöldanum virtist ekkert koma við hana.
Þarna var fjöldinn allur af fjölmiðlafólki, fulltrúar stjórnvalda og meira að segja þó nokkrir frá litla heimabænum þeirra í  Georgíu... líklega hafði forvitnin rekið þá hingað fremur en áhyggjur af Hayley.
Halda mætti að fyrir dyrum stæði að dæma Hayley fyrir morð en ekki tölvuglæp. Cain hafði enn ekki getað kyngt því að Hayley veldi að nota ótrúlega tölvufærni sína í ólöglegum tilgangi… með því að hakka sig inn í CET inntökupróf menntaskólanna. Ómögulegt átti að vera að hakka sig inn í þessi rafrænu próf sem voru þannig upp sett að þær spurningar sem hver og einn nemandi fékk völdust af handahófi og niðurstöður birtust um leið og nemendur höfðu lokið prófinu.
Hayley og vitorðsmönnum hennar hafði tekist að hakka sig inn í grunnforrit kerfisins og sett þar saman gervipróf sem kerfið skynjaði sem raunveruleg og gaf þeim sem þau þreyttu einkunn fyrir. Nemendur sem voru af efnuðum foreldrum komnir voru reiðubúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir þessi gervipróf og svörin sem þeim fylgdu þar sem góðar einkunnir

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is