Flýtilyklar
Brauðmolar
ORION Security
-
Óvild
–Þú hlýtur að vera að spauga.
Nikki Waters leit upp frá tölvuskjánum, horfði á manninn sem stóð andspænis henni og hristi höfuðið.
–Þú sagðir að þessi maður væri svolítið óheflaður. Ég hélt að þú meintir að hann væri óháttvís eða kannski með úfið og sítt hár, bætti hún við og benti á skjáinn. –En svo er hann með sakaskrá sem nær yfir margar blaðsíður.
Maðurinn í dyrunum hló og yppti öxlum.
–Hárið á honum er reyndar svolítið úfið.
Jonathan Carmichael var að reyna að vera fyndinn, en Nikki hafði ekki tíma fyrir spaugsemi hans. Ekki í kvöld.
Í kvöld hafði hún dálítið á prjónunum, aldrei þessu vant.
–Hann lenti nokkrum sinnum í slagsmálum á fylliríi þegar hann var ungur og vitlaus, bætti Jonathan við. –Engin stórmál.
Nikki fann að hún var að fá höfuðverk. Hún hafði gaman af vinnunni og henni þótti vænt um hávaxna, dökkhærða manninn sem stóð í dyrunum, en streitan í sambandi við fyrirætlanir hennar og maðurinn sem Jonathan reyndi að ota að henni voru ávísun á vanlíðan.
–Þú veist að ég treysti þér, en ég rek öryggi þjónustu, sagði hún. –Skjólstæðingar okkar koma í leit að vernd og reikna með að starfsmenn okkar séu afbragðsfólk. Af upplýsingunum frá þér að dæma er þessi náungi skapbráður og hvatvís einfari. Það er því ólíklegt að hann henti okkur hér hjá Óríon.
Nikki spennti greipar á borðinu. Meðan hún talaði fann hún að hún breyttist úr vinkonunni Nikki í yfirmanninn Nikki. Jonathan og nokkrir félaga hans, sem einnig voru góðir vinir hennar, göntuðust stundum með þessa umbreytingu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Loka verkefnið
Jonathan Carmichael ætlaði ekki að segja neinum hversu litlu hafði mátt muna að bardaginn hefði farið á annan veg.
Höggið sem hann fékk á kjálkann hafði næstum rotað hann. Sársaukinn var ógurlegur.
Hann riðaði og eitt andartak gældi hann við hugmyndina um að draga sig í hlé.
Eða jafnvel missa meðvitund. Sortinn sótti nefnilega á hann.
En Jonathan var ekki auðsigraður.
Hann settist á hækjur sér og sveiflaði fætinum. Árásarmaðurinn var ekki nógu snar í snúningum til að forðast höggið og skall svo harkalega á jörðina að hann náði varla andanum.
Jonathan var ekki í alveg nógu góðu líkamlegu formi og hann var eftir sig eftir hnefahöggið, en vissi að leiguhrottinn myndi ekki liggja kyrr og játa sig sigraðan. Auk þess þurfti hann að vernda tiltekna manneskju.
Út undan sér sá Jonathan að dyrnar fyrir aftan hann og vinstra megin voru enn lokaðar.
Skyldi Martin hafa læst hurðinni eins og honum hafði verið sagt að gera?
–Þú færð þetta borgað, stundi hrottinn, en Jonathan hafði engan tíma til að hlusta á ræðuhöld. Hann snerist á hæli og gaf náunganum einn á glannann. Hrottinn missti þegar rænuna. Höfuðið skall í gólfið og líkaminn varð máttvana.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sannur faðir
–Þetta er eitthvað skrítið.
Kelli Crane leit á eiginmann sinn og dæsti.
–Þú hefur ekkert uppúr því að gera grín að mér, Victor, sagði hún. –Ekki pota í birnuna.
–Af því að hún gæti potað á móti?
Hann kom inn í svefnherbergið í bústaðnum, þar sem hún hafði látið fara vel um sig með bók, og settist á rúmið. Victor Crane var að nálgast fertugt en hafði ekki átt í neinum vandkvæðum með að halda strákslegu útliti sínu. Hávaxinn og grannur, með ljósrautt hár sem framlengdi sólargeislana sem skinu inn um gluggana, og augu sem minntu á bláma
himinsins. Kelli gat stært sig af sömu birtunni, en á annan hátt–með ljósbrúnt hár, grágræn augu og sólbrúna húð. En stundum þegar hún horfði á Victor fannst henni sín eigin fegurð fölna. Þau höfðu verið gift í hálft annað ár og hún velti því fyrir sér hvernig börnin þeirra myndu líta út.
–Ef þú ætlar að halda áfram að gera grín að því að ég vilji tryggja öryggi þitt skal ég
svo sannarlega pota í þig.
Victor fórnaði höndum. –Þú ræður þessu alveg, ástin mín.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Einkalífvörðurinn
–Þetta var bara misskilningur.
Darling Smith stóð innan við rimlana í öðrum fangaklefanum í Mulligan, Maine, og var alls ekki skemmt.
Derrick Arrington lögreglumanni var hins vegar skemmt. Kannski vegna þess að árið áður höfðu þau farið á stefnumót af og til án þess að það endaði með einhverju. Þau voru yfirleitt kurteis hvort við annað og vingjarnleg en Darling var viss um að það væri ekki á hverjum degi sem Derrick fengi tækifæri til að handtaka konu sem hann hefði verið í vinfengi við. Hún
hugsaði til baka.
Ó já, hún hefði elskað að stinga tilteknum manni úr fortíðinni í steininn og henda lyklinum.
–Það ætti að flúra þetta á ennið á þér, Darling. –Þetta var bara misskilningur, löggi.
Ég er of sæt til að ætla mér að gera eitthvað af mér. Hann glotti.
–Arrington lögreglumaður, varstu að segja að ég væri sæt? spurði hún sykursætri röddu.
Hann benti á hana og hló. –Sko, þetta er það sem ég var að tala um.
–Láttu ekki svona, Derrick. Darling lét sykursæta málróminn lönd og leið. Hún var þreytt. –Við vitum bæði að George Hanley brást of harkalega við. Það var nóg að nefna vörðinn við hliðið á nafn, þá reiddist hún. Hann hafði látið eins og hann væri í leyniþjónustunni og Darling stofnaði öryggi ríkisins í voða.
–Hann var að vinna vinnuna sína. George sá grunsamlega manneskju að snuðra á einkaeign.
Hann leit á Darling, beið eftir að hún játaði.
Hann fengi að bíða lengi. –Það sem meira er, þessi grunsamlega manneskja sást fara að bílskúr vinnuveitanda hans.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.