Flýtilyklar
ORION Security
Óvild
Lýsing
–Þú hlýtur að vera að spauga.
Nikki Waters leit upp frá tölvuskjánum, horfði á manninn sem stóð andspænis henni og hristi höfuðið.
–Þú sagðir að þessi maður væri svolítið óheflaður. Ég hélt að þú meintir að hann væri óháttvís eða kannski með úfið og sítt hár, bætti hún við og benti á skjáinn. –En svo er hann með sakaskrá sem nær yfir margar blaðsíður.
Maðurinn í dyrunum hló og yppti öxlum.
–Hárið á honum er reyndar svolítið úfið.
Jonathan Carmichael var að reyna að vera fyndinn, en Nikki hafði ekki tíma fyrir spaugsemi hans. Ekki í kvöld.
Í kvöld hafði hún dálítið á prjónunum, aldrei þessu vant.
–Hann lenti nokkrum sinnum í slagsmálum á fylliríi þegar hann var ungur og vitlaus, bætti Jonathan við. –Engin stórmál.
Nikki fann að hún var að fá höfuðverk. Hún hafði gaman af vinnunni og henni þótti vænt um hávaxna, dökkhærða manninn sem stóð í dyrunum, en streitan í sambandi við fyrirætlanir hennar og maðurinn sem Jonathan reyndi að ota að henni voru ávísun á vanlíðan.
–Þú veist að ég treysti þér, en ég rek öryggi þjónustu, sagði hún. –Skjólstæðingar okkar koma í leit að vernd og reikna með að starfsmenn okkar séu afbragðsfólk. Af upplýsingunum frá þér að dæma er þessi náungi skapbráður og hvatvís einfari. Það er því ólíklegt að hann henti okkur hér hjá Óríon.
Nikki spennti greipar á borðinu. Meðan hún talaði fann hún að hún breyttist úr vinkonunni Nikki í yfirmanninn Nikki. Jonathan og nokkrir félaga hans, sem einnig voru góðir vinir hennar, göntuðust stundum með þessa umbreytingu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók