Flýtilyklar
Brauðmolar
Piparsveinarnir
-
Verndargæsla
Thomas Watson fann til í andlitinu af áreynslu við að halda aftur af tárunum þegar hann sá dóttur sína í brúðarkjólnum.
–Pabbi, þetta er allt í lagi. Olivia Mary Watson var búin að pakka öllum hversdagsklæðnaði niður ásamt byssu og skildi og
var komin í perlusaumaðan fílabeinshvítan kjól sem sýndi svart á hvítu að hún var fullorðin kona, nokkuð sem hann var tregur til að viðurkenna. Hún strauk honum um vangann og brosti, minnti Thomas á eiginkonuna sem hann hafði misst en hún hafði fallið fyrir byssukúlu frá dópuðum innbrotsþjófi þegar Olivia var smábarn. –Ég verð alltaf litla stelpan þín.
Hún hafði hætt að vera litla stelpan hann daginn sem hún réð sig í lögregluna í Kansas City, þar sem hann sjálfur, faðir hans og þrír eldri bræður hennar voru líka lögreglumenn, en faðir mátti láta undan tilfinningaseminni á degi eins og þessum. Þau stóðu í gættinni að fataherberginu í kirkjunni og heyrðu tónlistina sem var spiluð fyrir athöfnina en Thomas mundi eftir skrámuðum hnjám, pirrandi eldri bræðrum og ástarsorg sem hafði útheimt ráðgjöf, þolinmæði og faðmlög frá honum.
–Þú ert gullfalleg, svo lík mömmu þinni. Hann strauk blúnduna í slörinu sem brúður hans sjálfs hafði borið 35 árum fyrr þegar hann hafði verið nýútskrifaður lögreglumaður sem hafði verið sendur til Englands í fyrsta verkefni sitt erlendis. Mary Kilcannon hafði verið óbreyttur borgari sem vann á herstöðinni. Hann hafði bjargað henni frá fullum hermanni á barnum eitt kvöldið og þau höfðu farið að spjalla, talað saman þar til nýr dagur rann upp, kysstst fyrsta kossinum og orðið ástfangin.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ágústmáni
–Þetta er einhver Valentínusardagsbölvun, sagði Duff Watson við sjálfan sig. Smókingfötin sem leigan hafði látið hann fá voru áreiðanlega númeri of lítil.
Hvað skyldi fjölskyldan hans segja ef hann tæki af sér slaufuna og hneppti efstu skyrtutölunni frá? Þessi klæðnaður
var bara fyrir apa. En systir hans yrði fúl og faðir hans færi hjá sér. Seamus afi myndi hlæja og bræður hans stríða honum til æviloka. Þá var betra að láta sig hafa það.
Duff var hann ævinlega kallaður, þó að hann héti Thomas.
Hamingja systur hans skipti hann miklu máli og hann hafði meira að segja fallist á að vera svaramaður unnusta hennar.
En það eina sem var venjulegt við þennan dag var skammbyssan í hulstrinu við mjóbakið á honum og skjöldur rannsóknarlögregluþjónsins sem hann geymdi í vasanum.
Yngri bræður hans tveir, Niall og Keir, röltu fyrir aftan hann. Bræðurnir voru að fylgja brúðarmeyjunum að altarinu.
Watson-bræðurnir þrír voru allir lögregluþjónar í þriðja ættlið. Faðir þeirra var löggæslumaður og afi þeirra hafði
verið það líka. Bræðurnir voru gjörólíkir. Niall var sá gáfaði.
Hann var réttarlæknir og vann á glæparannsóknarstofunni.
Hann virtist ekkert kippa sér upp við pompið og praktina í kringum sig. Hann virtist fremur vera að reikna út skrefa-Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Niðurtalningin
−Þú er nú meiri rugludallurinn, fulltrúi Watson.
Keir Watson skellihló framan í Natalie Fensom Parker, brúðarmeyjuna sem var förunautur hans upp að altarinu við brúðkaup systur hans. Hann lagaði dumbrautt bindið við vesti í stíl sem hann klæddist undir svörtum smókingfötum og bar
höndina að enni sér að hermannasið á leið framhjá Al Junkert.
Al var gamall fjölskylduvinur og einnig fyrrum lögreglumaður og samstarfsfélagi föður Keir, Thomas, eða þar til sundurskotinn fótleggur hafði rekið hann á eftirlaun fyrir aldur fram. –Það er ekki rétt, frú. Ég segi ávallt satt og þú ert fegursta ólétta konan hér í dag. Enginn gestanna getur slitið af þér augun.
Blómvöndurinn sem engu var líkara en hvíldi á útþöndum kvið Natalie hristist allur til þegar hún flissaði. –Augu allra eru
á systur þinni og Gabe í dag. Það er enginn sem horfir á mig vagga hérna upp að altarinu.
−Það gerir eiginmaður þinn reyndar.
−Ég gæti trúað að Jim fylgist frekar með þér, sagði hún og brosti út að eyrum til eiginmanns síns þegar þau gengu hjá
sætaröðinni þar sem hann stóð. –Þau Olivia systir þín hafa starfað hlið við hlið um tíma og ég fylgist því óneitanlega náið
með ykkur Watson bræðrunum. Þriðju kynslóðar lögreglumenn á eftir föður ykkar og afa. Hann Jim minn þekkir nú vel orðspor ykkar innan lögreglunnar.
−Að ég stefni að því að vera ámóta seigur og hann er úrræðagóður? Að ég ætli mér að verða aðstoðarvarðstjóri áður en
ég næ þrjátíu og fimm ára aldri?
−Nei, að þú sért daðrari fram í fingurgóma. Hún þrýstiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fósturbarnið
Niall Watson hefði heldur viljað vera að kryfja lík á rannsóknarstofunni en standa við altarið og gæta bræðra sinna.
En ekki gat hann sagt nei við systur sína á brúðkaupsdaginn hennar. Ásamt silfurborðbúnaðinum sem hann hafði pantað á netinu var það hluti af gjöf hans til Oliviu og unnusta hennar að fara í sitt fínasta púss og standa andspænis kirkjugestum, sem ýmist brostu eða táruðust.
Olivia var yngst Watson-systkinanna fjögurra og eina stúlkan í hópnum. Hún hafði beðið hann um að sjá til þess að bræður þeirra, Duff og Keir, hegðuðu sér almennilega.
Það var snjallræði hjá henni. Óþekku bræðrunum yrði haldið á mottunni og Niall neyddur til að taka virkan þátt í athöfninni. Með því að láta hann fá afmarkað verkefni færi hann ekki að hugsa um líkið sem hann hafði skoðað daginn áður á rannsóknarstofunni í suðurhluta Kansasborgar, athugasemdirnar sem hann átti eftir að slá inn í tölvuna eða staðreyndir um fórnarlamb drukknunar sem hann vildi fara yfir aftur áður en hann léti rannsóknarlögreglunni niðurstöðurnar í té.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.