Piparsveinarnir

Verndargæsla
Verndargæsla

Verndargæsla

Published Maí 2018
Vörunúmer 380
Höfundur Julie Miller
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Thomas Watson fann til í andlitinu af áreynslu við að halda aftur af tárunum þegar hann sá dóttur sína í brúðarkjólnum.
–Pabbi, þetta er allt í lagi. Olivia Mary Watson var búin að pakka öllum hversdagsklæðnaði niður ásamt byssu og skildi og
var komin í perlusaumaðan fílabeinshvítan kjól sem sýndi svart á hvítu að hún var fullorðin kona, nokkuð sem hann var tregur til að viðurkenna. Hún strauk honum um vangann og brosti, minnti Thomas á eiginkonuna sem hann hafði misst en hún hafði fallið fyrir byssukúlu frá dópuðum innbrotsþjófi þegar Olivia var smábarn. –Ég verð alltaf litla stelpan þín.
Hún hafði hætt að vera litla stelpan hann daginn sem hún réð sig í lögregluna í Kansas City, þar sem hann sjálfur, faðir hans og þrír eldri bræður hennar voru líka lögreglumenn, en faðir mátti láta undan tilfinningaseminni á degi eins og þessum. Þau stóðu í gættinni að fataherberginu í kirkjunni og heyrðu tónlistina sem var spiluð fyrir athöfnina en Thomas mundi eftir skrámuðum hnjám, pirrandi eldri bræðrum og ástarsorg sem hafði útheimt ráðgjöf, þolinmæði og faðmlög frá honum.
–Þú ert gullfalleg, svo lík mömmu þinni. Hann strauk blúnduna í slörinu sem brúður hans sjálfs hafði borið 35 árum fyrr þegar hann hafði verið nýútskrifaður lögreglumaður sem hafði verið sendur til Englands í fyrsta verkefni sitt erlendis. Mary Kilcannon hafði verið óbreyttur borgari sem vann á herstöðinni. Hann hafði bjargað henni frá fullum hermanni á barnum eitt kvöldið og þau höfðu farið að spjalla, talað saman þar til nýr dagur rann upp, kysstst fyrsta kossinum og orðið ástfangin.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is