Flýtilyklar
Rita Herron
Verjandinn
Lýsing
Ray McCullen stóð andspænis bræðrum sínum, Maddox og Brett, og var með hnút í maganum. Mánuðum saman höfðu þeir leitað tvíburabræðranna sem hafði verið rænt frá foreldrum þeirra við fæðingu. Tvíburarnir yrðu þrítugir í þessum mánuði. Ray hafði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. –Ég fann annan tvíburann.
Maddox kreppti hnefana. –Þú virðist ekki vera sérlega ánægður með það.
–Hvar er hann? spurði Brett.
–Eftir að þeir fæddust voru þeir skildir eftir í kirkjum um það bil klukkustundarakstur frá Pistol Whip. Það virðist sem annar hafi verið ættleiddur, en hinn var veiklulegur og endaði á fósturheimili. Hjúkrunarkona tók hann að sér um tíma og gaf honum nafnið Cash Koker.
–Hvar er hann nú niðurkominn? spurði Maddox.
Ray snéri sér að töflu á veggnum þar sem þeir höfðu safnað saman öllum vísbendingum um ferðir drengjanna. Hann festi ljósmynd á töfluna. –Ég notaði aldursþróunarhugbúnað og sérstakt forrit til að hafa uppi á tvíförum. Þetta er hann.
Maddox virti myndina fyrir sér. –Hann lítur út eins og McCullen. Sami þrjóskusvipurinn. Dökkhærður.
–Hann er með sama háa ennið og þú Maddox, sagði Brett.
Maddox ræskti sig. –Bar erfðaefnunum saman? Ray kinkaði kolli. –Já, það var sýni frá honum í kerfinu, en ég
vil láta gera annað próf til staðfestingar.
–Ég tek undir það, sagði Maddox.
–Veit hann af okkur? spurði Brett.
–Það held ég ekki.
Maddox krosslagði hendur. –Þú sagðir að erfðasýni úr honum væri í kerfinu. Þýðir það það sem ég held að það þýði?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók