Robin Perini

Samsærið
Samsærið

Samsærið

Published Janúar 2015
Vörunúmer 309
Höfundur Robin Perini
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Hún rankaði rólega við sér og fann nístandi sársauka í gagnauganu, eins og einhver hefði stungið hana þar með ísnál. Án þess
að opna augun reyndi hún að lyfta upp hendinni til að snerta höfuðið, en handleggurinn neitaði að hreyfast, næstum eins og hann
væri festur við líkamann. Þetta gerði hana ringlaða og hún neyddi
augun til að opnast. Myrkrið var algjört. Loftið í kringum hana var
þungt og illa lyktandi, fnykur af mold, blautri ull og...
Og blóði.
Guð. Hvar var hún? Örvæntingin blossaði upp og stíflaði hálsinn.
Hún barðist við að hreyfa sig en handleggirnir voru dofnir. Eitthvað hélt henni fastri, eins og í spennitreyju. Hún lyfti upp höfðinu og andlitið lenti á einhverju sem líktist helst ódýru teppi. Hún
klóraði með fingrunum undir sér og fann fyrir mynstrinu í efninu.
Þetta gat ekki verið að gerast.
Ósjálfrátt greip hún andann á lofti og fann myrkrið þrýstast að
sér eins og brjóstkassinn væri í skrúfstykki.
Var hún grafin lifandi?
Maginn kútveltist og gallbragð kom í munninn. Hún mátti ekki
kasta upp. Hún varð að sleppa burt.
Hún sneri upp á sig, barðist gegn kæfandi fangelsinu, klóraði í
gróft efnið. Það var fyrir ofan hana, undir henni, í kringum hana.
Hún barðist við að losa sig og kvíðinn jókst stöðugt.
Hún ruggaði sér fram og aftur. Mold og ryk þyrluðust yfir
hana. Hún andaði að sér og lungun fylltust af fúlu loftinu. Hún
varð að komast burt.
–Hjálp, reyndi hún að öskra en fór þá að hósta, eins og hún
hefði klárað loftbirgðirnar.
Verra var að teppið hafði kæft röddina. Hvar sem hún var
grafin, gæti einhver heyrt til hennar? –Ó, Guð. Hjálpið mér. Gerið

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is