Flýtilyklar
Brauðmolar
Robin Perini
-
Líf á flótta
Rakinn í vorblænum lagðist á Burke Thomas líkt og kærasta sem hann vildi ekki. Brennheit Texas-sólin myndi þó allavega vera í bakið á honum á leiðinni til Dallas-Fort Worth.
Gluggatjöldin á niðurníddu húsi fyrrverandi eiginkonu hans voru dregin til hliðar og hún leit út. Þegar hann sá hana fann hann nístandi sársauka í höfðinu. Ef hann gæti drepið Faith þá myndi líf hans batna til muna. Hann vildi ekkert frekar en að brjótast inn um dyrnar og sleppa sér.
Þess í stað beit hann sig í kinnina til að halda aftur að þessum hugsunum.
Burke dró andann djúpt áður en hann sneri við og labbaði hægt að Mercades-bílnum sínum. Hann gat stjórnað þessu. Hann stjórnaði.
Hann opnaði dyrnar og leit á bílstjórasætið. Á leðrinu var lítil moldarskán.
Zoe.
Hann þrýsti nöglunum inn í lófann á sér og þær skárust inn í hörundið.
Dóttir hans hafði óhreinkað bílinn.
Óþolandi. Barnið hans þurfti að læra mannasiði. Núna. Ef það var ekki orðið of seint nú þegar.
Hann tók plastpoka úr hanskahólfinu og sótti tusku og áburð fyrir leðuráklæðið. Hann þurrkaði skítinn varlega af áklæðinu.
Brátt fóru hreyfingar hans að verða stjórnlausar, fram og aftur, fram og aftur, fram og aftur. Glansinn varð að koma aftur. Hann varð að koma aftur.
Zoe. Zoe. Zoe. Zoe.
Með hverri hreyfingu fram og aftur sveimaði nafn dóttur hans fyrir hugsjónum hans. Hann varð að ná stjórn á henni. Ef hann gæti siðað dóttur sína sjö ára þá myndi hún kannski ekki verða eins og mamma sín. Það var vandamálið með hans fyrrverandi.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sonur kúrekans
Fimm árum áður.
Náttmyrkrið í Texas rofnaði með þrumugný og eldingum.
Jared King stóð við endann á bryggjunni á Last Chance Lake, grandalaus um veðrið og með stóran poka sér við hlið. Hann rýndi í gegnum vatnið sem lak af börðum Stetsons hattsins síns í von um að sjá einhver merki um eiginkonu sína. Var þetta bara enn ein illgjörn fléttan í siðlausum leik mannræningjans?
Hvar var hún? Hvar var Alyssa?
Hringing símans heyrðist í gegnum slagviðrið. Hann greip símann og ýtti á skjáinn. –King, hreytti hann út úr sér.
Á hinum enda línunnar heyrðist ógnvekjandi og alltof kunnuglegur hlátur. –Þú lítur út fyrir að vera í uppnámi, Jared.
Jared leit upp og hringsnerist. Maðurinn var að horfa á hann.
Jared rýndi í myrkrið og reyndi að leita að mannræningjanum á meðan hann leiddi hjá sér gífurlegan óttann sem hafði
gripið um sig í hjarta hans.
Af hverju hafði hann skilið hana eina eftir?
Þegar hún hafði tekið áhættuna með því að giftast honum og komið með honum til einskismannslands hafði hann lofað því að sjá um hana. Að eilífu. En hvað gerðist?
Henni hafði verið rænt af brjálæðingi.
–Hvar er hún? spurði hann og reyndi að halda röddinni rólegri.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leyndarmál í San Antino
Tveimur mánuðum fyrr, í Denver í Kólórado Það var napur nóvembergrámi í Denver og ekki glitti í heiðan himin. Rafe Vargas var samt ekki kalt þótt andardráttur hans breyttist í gufu í ísköldu loftinu. Öll hans athygli beindist að
dyrunum á vöruskemmunni. Húsalengjan var nánast yfirgefin og appelsínugul aðvörunarbönd og keilur voru út um allt. Og það var ekkert skrítið því Rafe þurfti ekki að fara inn í bygginguna til að vita að dínamít og kveiki þræðir lágu þvers og kruss út um allt. Það átti að sprengja alla miðbæjarhúsalengjuna til grunna eftir fáeinar mínútur. Það var eins gott að tölvunörðurinn hjá CTC, Zane Westin, væri með hnitin á takmarki Rafes á hreinu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Réttlætið sigrar
Hún herti sig gegn kuldanum, mætti alvarlegum
augum systur sinnar og tók svo upp fimm ára
gömlu frænku sína. Laurel hélt Molly þétt að sér.
Stelpan var að jafna sig eftir hálsbólgu og hafði
krafist þess að fá að veifa bless. Ivy veifaði á móti
og kvíðinn var greinilegur í augum hennar. Og það
voru ekki venjulegar áhyggjur móður af yngstu
dóttur sinni.
Laurel virti fyrir sér umhverfi hússins, sem var
staðsett nokkuð fyrir utan næsta bæ. Það var ekki
hægt að hrópa til næsta nágranna og því ætti að
vera rólegt þarna. Og öruggt. Laurel var kannski
bara gagnagreinir hjá CIA en hún hafði farið í
gegnum sömu þjálfun og vettvangsfulltrúar. Hún
vissi hverju hún átti að svipast eftir.
Ekkert virtist óeðlilegt, samt gat hún ekki hunsað spennuna sem var í hverjum vöðva og safnaðist
saman í maganum. Systir hennar og mágur neituðu
að láta óttann skemma jólin fyrir börnunum en
Laurel hafði þekkt álagið í augum systur sinnar,
áhyggjurnar í svip mannsins hennar. Of margar
slæmar tilfinningar voru undir yfirborðinu þegar
systir hennar leit á hana.
Laurel snerti silkimjúkt ljóst hárið á frænku
sinni.
Molly horfði á eftir foreldrum sínum, bróður og
systur. Blá barnsaugun fylltust af tárum. –Þetta er
ekki sanngjarnt. Ég vil fara með á sýninguna. Ég
átti að vera engill.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Þráhyggja
Hún stakk lyklinum í skrána. Þegar hún reyndi að snúa honum, fann hún dálitla mótstöðu í lásnum. Við þetta örlitla frávik
hikaði hún. Eðlisávísunin blossaði upp.
Kuldinn. Það gætiverið kuldinn. Það hafði snöggkólnað í dag.
Líklega varþað kuldinn.
Hún stakk hendinni í vasann og tók um símann sinn. Hikaði.
Hún gat ekki hringt aftur í Gil. Hún hafði hringt þrisvar sinnum í
tengiliðinn hjá vitnavernd í þessum mánuði. Allt að ástæðulausu.
Síðast, eftir að hann kom þjótandi til hennar, hafði hún séð
pirring í augum hans þótt hann reyndi að fela viðbrögðin. Hann
gat ekki skilið það. Hún hafði verið í Chicago í tæpt ár. Of lengi.
Hún fann það á sér að tíminn var að renna út.
Hún opnaði töskuna með lausu hendinni og greip um skeftið á
.45 kalíbera skammbyssu sem hún hafði keypt á svarta markaðnum. Gil hafði kannski lesið skýrsluna hennar en hann skildi ekki
óttann sem alltaf fylgdi henni. Arkímedes var ekki dæmigerður
raðmorðingi. Hann var gáfaður. Vandvirkur. Og af einhverjum
ástæðum var Lyssa í sigti hans.
Með höndina á byssunni, ýtti hún á hurðina og steig inn fyrir
þröskuldinn.
Koparkennd blóðlyktin fyllti vit hennar.
Gil Masters lá á gólfinu, dauður, í blóðpolli.
Arkímedes hafði fundið hana.
Hún neyddi sig til að líta á andlit Gils. Einhver hafVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Samsærið
Hún rankaði rólega við sér og fann nístandi sársauka í gagnauganu, eins og einhver hefði stungið hana þar með ísnál. Án þess
að opna augun reyndi hún að lyfta upp hendinni til að snerta höfuðið, en handleggurinn neitaði að hreyfast, næstum eins og hann
væri festur við líkamann. Þetta gerði hana ringlaða og hún neyddi
augun til að opnast. Myrkrið var algjört. Loftið í kringum hana var
þungt og illa lyktandi, fnykur af mold, blautri ull og...
Og blóði.
Guð. Hvar var hún? Örvæntingin blossaði upp og stíflaði hálsinn.
Hún barðist við að hreyfa sig en handleggirnir voru dofnir. Eitthvað hélt henni fastri, eins og í spennitreyju. Hún lyfti upp höfðinu og andlitið lenti á einhverju sem líktist helst ódýru teppi. Hún
klóraði með fingrunum undir sér og fann fyrir mynstrinu í efninu.
Þetta gat ekki verið að gerast.
Ósjálfrátt greip hún andann á lofti og fann myrkrið þrýstast að
sér eins og brjóstkassinn væri í skrúfstykki.
Var hún grafin lifandi?
Maginn kútveltist og gallbragð kom í munninn. Hún mátti ekki
kasta upp. Hún varð að sleppa burt.
Hún sneri upp á sig, barðist gegn kæfandi fangelsinu, klóraði í
gróft efnið. Það var fyrir ofan hana, undir henni, í kringum hana.
Hún barðist við að losa sig og kvíðinn jókst stöðugt.
Hún ruggaði sér fram og aftur. Mold og ryk þyrluðust yfir
hana. Hún andaði að sér og lungun fylltust af fúlu loftinu. Hún
varð að komast burt.
–Hjálp, reyndi hún að öskra en fór þá að hósta, eins og hún
hefði klárað loftbirgðirnar.
Verra var að teppið hafði kæft röddina. Hvar sem hún var
grafin, gæti einhver heyrt til hennar? –Ó, Guð. Hjálpið mér. GeriðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.