Flýtilyklar
Brauðmolar
Rocky Mountain
-
Útlaginn
Dane Trask stóð aftast í hópnum og fylgdist með konunni sem var að ávarpa blaðamennina og borgarana. Fólkið stóð fyrir framan höfuðstöðvar úrvalssveitanna nálægt innganginum að Svartagljúfri í Gunnison-þjóðgarðinum. Lágvaxin, grönn kona í einkennisbúningi úrvalssveitanna hafði bundið dökka hárið í hnút í hnakkanum. Það fór henni ágætlega af því að hún var mjög fíngerð. Faith Martin, lögreglufulltrúi, minnti á ballettdansmey í dulargervi. Nokkrir lokkar sem vindurinn hafi kippt úr hnútnum milduðu yfirbragð hennar enn frekar. Hún reyndi að breiða yfir mýkt sína með því að standa bein í baki og tala með valdsmannslegri rödd. Þegar hún talaði lagði fólk við hlustir. Einnig Dane Trask. –Við erum enn að leita að Dane Trask og yrðum þakklát fyrir upplýsingar frá almenningi sem gætu orðið til þess að hann fyndist, heill á húfi, sagði hún. Nokkrir úrvalssveitarmenn og foringi þeirra, sem stóðu fyrir aftan Martin á málmpallinum sem reistur hafði verið við bygginguna, tvístigu og voru greinilega eirðarlausir. Allir höfðu þeir leitað að Dane svo vikum skipti. Hvað myndu þeir segja ef þeir vissu að hann stóð þarna á sólbökuðu bílaplaninu, tæpa fimmtíu metra frá þeim
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannshvarf
Fikniefnalögregluþjónninn Mark Hudson, sem jafnan var kallaður Hud, var ánægður í starfi. Honum fannst gott að vera í starfi sem hann hafði trú á. Hann kom í veg fyrir að fólk gerði eitthvað slæmt og verndaði saklausa borgara. Nokkrir þeirra sem hann hafði tekið höndum höfðu meira að segja snúið við blaðinu og hann taldi sig hafa átt þátt í ákvörðun þeirra. Hins vegar hafði hann lítið gaman af að kljást við menn eins og þann sem stóð andspænis honum þessa stundina. Dallas Wayne Braxton var stór, herskár maður. Brotinn handleggur, tvö brotin rifbein, brotið nef og tvö glóðaraugu drógu aðeins lítið eitt úr baráttufýsn hans. Með bólgnum augum starði hann eins og reitt dýr, en röddin minnti á vælugjarnt barn. –Hann birtist bara allt í einu og réðst á mig, sagði hann við Hud og félaga hans í úrvalssveitinni, Jason Beck. –Þetta er stórhættulegur brjálæðingur. Þið verðið að stöðva hann.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannvonska
Manns saknað:
Talinn hættulegur 25 þúsund dala verðlaun Stóra tilkynningin sem hékk á korktöflunni á pósthúsinu vakti athygli næstum hvers einasta viðskiptavinar, en það var ljósmyndin fyrir neðan orðin sem olli því að Eve Shea fékk hnút í magann. Myndin af dökkhærða, skarpleita útivistarmanninum með hvössu, bláu augun hafði sennilega verið tekin af fyrirtækjakorti en minnti meira á fangamynd þegar samhengið var haft í huga.
Eftirlýstur: Dane Trask 43 ára, 188 cm, 82 kg Blá augu, dökkt hár Vopnaður og hættulegur Hringdu í númerið hér að neðan ef þú veist um dvalarstað þessa manns. Dane, hvar ertu og hvað hefurðu gert? hugsaði Eve með sér meðan hún starði á myndina af fyrrverandi ástmanni sínum, sem hana hafði eitt sinn dreymt um að giftast. Eve fann til með honum enda þótt þau hefðu slitið sambandinu fyrir hálfu ári. Hann hafði ekki verið maðurinn sem hún þarfnaðist en hún trúði því að hann væri góðmenni. Nú sögðu fjölmiðlarnir að hann hefði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuleg rannsókn
Sólin blikaði á vélarhlíf svarta pallbílsins sem nálgaðist gilbrúnina. Klettaveggirnir voru rauðir í morgunsólinni en maðurinn sem sat undir stýri bar ekkert skynbragð á fegurð náttúrunnar. Hann hélt svo fast um stýrishjólið að hnúarnir hvítnuðu, beit á jaxlinn og einbeitti sér að því að standa á bensíngjöfinni þótt eðlisávísunin segði honum að stíga á bremsuna.
Framdekkin voru komin fram á brúnina og svo var þetta eins og hann hafði alltaf haldið að væri bara í bíómyndum að allt gerðist hægt, afturdekkin héldu í brúnina eitt andartak áður en bíllinn sveif fram af, fór kollhnís í loftinu og lenti af miklu afli á gilbotninum og glerbrot og járn tvístraðist í allar áttir.
Hvellurinn bergmálaði um allt gilið en það var enginn sem heyrði það. Enginn sem sá bílinn hendast fram af klettunum og hverfa ofan í hyldýpið
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.