Flýtilyklar
Rocky Mountain
Hættuleg rannsókn
Lýsing
Sólin blikaði á vélarhlíf svarta pallbílsins sem nálgaðist gilbrúnina. Klettaveggirnir voru rauðir í morgunsólinni en maðurinn sem sat undir stýri bar ekkert skynbragð á fegurð náttúrunnar. Hann hélt svo fast um stýrishjólið að hnúarnir hvítnuðu, beit á jaxlinn og einbeitti sér að því að standa á bensíngjöfinni þótt eðlisávísunin segði honum að stíga á bremsuna.
Framdekkin voru komin fram á brúnina og svo var þetta eins og hann hafði alltaf haldið að væri bara í bíómyndum að allt gerðist hægt, afturdekkin héldu í brúnina eitt andartak áður en bíllinn sveif fram af, fór kollhnís í loftinu og lenti af miklu afli á gilbotninum og glerbrot og járn tvístraðist í allar áttir.
Hvellurinn bergmálaði um allt gilið en það var enginn sem heyrði það. Enginn sem sá bílinn hendast fram af klettunum og hverfa ofan í hyldýpið
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók