Flýtilyklar
Brauðmolar
Tennessee SWAT
-
Umsátur
Sérsveitarfulltrúinn Blake Sullivan stóð á bak við mosavaxna trjábolina og fylgdist grannt með gráu, niðurníddu hlöðunni í gegnum riffilkíkinn.
Skotmarkið var lítið annað en skuggi í gluggaopinu á hlöðuloftinu sem líklega hafði verið glerlaust frá því löngu áður en Blake fæddist.
Hvernig í ósköpunum meintum árásarmanni hafði tekist að koma sér upp á hlöðuloftið án þess að gegnummorkinn stiginn þangað upp molnaði undan honum var ofvaxið skilningi Blake. Það var eiginlega mesta furða að þessi
niðurnídda bygging skyldi ekki vera löngu hrunin í vindhviðunum sem algengt var að blésu niður úr fjöllunum á þessu svæði. Mildur andvarinn þessa stundina skapaði hinsvegar fullkomnar aðstæður til þess að ná góðu skoti.
Blake færði fingurinn hægt og rólega eftir köldu riffilskaftinu og tók um gikkinn en á sama andartaki heyrðist hávært tíst og síðan hvellt blísturshljóð skammt frá. Þetta hljómaði vissulega eins og kornhæna sem var algeng tegund
hér í fjöllunum og Tennesseefylki almennt en Blake vissi þó betur. Hljóðið kom frá foringja sérsveitarinnar, Dillon Gray, sem vildi greinilega ná athygli hans. Blake gat hinsvegar ekki litið af riffilkíkinum því það gæti þýtt að hann missti sjónar á meintum afbrotamanni uppi á hlöðuloftinu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífshætta í óbyggðum
Piper hallaði sér fyrir hornið á tjaldinu sem reist hafði verið sem bráðabirgða hesthús. Hún hélt fast um vasahníf sinn. Framundan og til vinstri voru önnur risastór tjöld sem að hluta til huldu stóran, freðinn akur sem notaður var sem bílastæði fyrir gesti vetrarhátíðarinnar. Og auðvitað voru pallbíllinn og hestakerran sem hún hafði mestan áhuga á að sjá í þeim hluta bílastæðisins sem var hulinn sjónum hennar. Var Palmer enn að reyna að komast að því hvað hún hafði gert við pallbílinn hans? Eða hafði hann lagað þetta strax og hann opnaði vélarhlífina? Kannski ætti hún að laumast til
baka og gá hvort þetta bragð hefði lukkast.
Nei. Of áhættusamt. Ef hann kæmi auga á hana væri öllu lokið. Hún varð að treysta eigin áætlun, gefa sér eina mínútu í viðbót til þess að vera viss um að hann myndi ekki snúa til baka. Þá myndi hún snara sér inn fyrir og sækja það sem sannarlega var hennar eign.
Svæðið fyrir framan hestatjöldin var að mestu mannlaust utan tveggja flækinga sem enn voru að þvælast við matsöluvagnana. Flestir gestirnir sátu á áhorfendabekkjum um eitt hundrað metra í burtu, en þeim hafði verið stillt upp í tilefni af þessari sjö daga vetrarhátíð í útjaðri bæjarins Destiny í Tennessee ríki.
Allur íbúafjöldi þessa litla bæjar, og jafnvel margfalt fleiri, hefðu komist fyrir á Rolex reiðvellinum heima í Kentucky. Destiny var lítill bær við rætur Smoky fjallanna, nákvæmlega í miðri Blount sýslu.
Piper ímyndaði sér að einmitt þess vegna væri þessi vetrarhátíð haldin hér því fólk alls staðar að úr ríkinu átti auðvelt með að komast hingað.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eltihrellir
Hún bar höfuðið hátt og skaut öxlunum aftur, fyllti körfuna sína eins hratt og hún gat og þóttist ekki taka eftir fólkinu sem hvíslaðist á þegar hún gekk framhjá. Héldu þau virkilega að hún vissi ekki að þau voru að slúðra um hana? Hún gat vel ímyndað sér hvað þau voru að tala um.
Er þetta sú sem ég held? Hvað er langt síðan, 10 ár? Af hverju er hún komin aftur í bæinn?
Varstu ekki búin að frétta það? Mamma hennar dó, ég frétti að hún hefði dáið af því að hjartað í henni brast af því að dóttir hennar heimsótti hana aldrei eftir að hún var rekin úr bænum.
Heldur þú að Thornton lögreglustjóri handtaki hana í þetta skiptið?
Fyrnast morð einhvern tímann?
–Gaman að sjá þig í dag frk. Kane. Hr. Dawson
brosti einlægu og hlýlegu brosi bak við afgreiðsluborðið í sælkerahorninu. –Ég var að vonast til að sjá framan í þig að minnsta kosti einu sinni enn áður en þú ferð frá Destiny. Viltu hádegismat? Við erum með nýja sendingu af niðursoðnum svínalöppum.
Hann skellti stoltur stórri krukku á afgreiðsluborðið en innihaldið líktist mest vísindatilraun sem hafði misheppnast hrapallega.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Örlögin ráða
Julie Webb ýtti þessum minningum frá sér og óskaði þess í hljóði að jafn auðvelt væri að leggja fortíðina að baki. Hún tók fastar um stýrið og gaut augunum á ljósa röndina á baugfingri vinstri handar þar sem demantshringurinn hafði
áður setið. Þú þarft ekki lengur að vera hrædd.
Hann getur ekki lengur unnið þér mein. Það er kominn tími til að halda lífinu áfram.
Til allrar óhamingju hafði rétturinn í Nashville ekki enn tekið málið fyrir og að halda lífi áfram þýddi því að hún varð að fara huldu höfði í litla sveitabænum Destiny í Tennesseefylki. Með sín takmörkuðu fjárráð hafði hún valið skárri kostinn
af tveimur álíka slæmum sem í boði voru en sá kostur var ævagamalt búgarðshús sem staðið hafði mannlaust svo lengi að hún réði við uppsett leiguverð. Það var önnur tveggja ástæðna fyrir því að Julie hafði valið þennan kost... hin var sú
staðreynd að smábærinn Destiny var í ríflega þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Nashville. Það þýddi að ólíklegt væri að hún rækist á einhver sem hún þekkti í einu matvöruverslun bæjarins.
Bílflaut fékk Julie til að líta í baksýnisspegilinn. Stórri sendibifreið hafði verið ekið út í kant á afleggjaranum frá húsunum tveimur og ökumaðurinn beið þess núna að hún bakkaði út úr heimreiðinni svo að hann gæti bakkað sendibifreiðinni að húsinu. Það yrði himneskt að þurfa ekki að sofa á gólfinu í nótt. Julie skellti í bakkgír en dokaði aðeins með að styðja fætinum á bensíngjöfina þegar nágranni hennar gekk út á verönd hússins við hliðina. Hann var hávaxinn, grannur og myndarlegur þannig að erfitt var að hunsa hann... en þó ekki ómögulegt. Hún hafði áður kynnst þessari manngerð og hafði ekki áhuga á að endurtaka þau mistök.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.