Flýtilyklar
Tennessee SWAT
Örlögin ráða
Lýsing
Julie Webb ýtti þessum minningum frá sér og óskaði þess í hljóði að jafn auðvelt væri að leggja fortíðina að baki. Hún tók fastar um stýrið og gaut augunum á ljósa röndina á baugfingri vinstri handar þar sem demantshringurinn hafði
áður setið. Þú þarft ekki lengur að vera hrædd.
Hann getur ekki lengur unnið þér mein. Það er kominn tími til að halda lífinu áfram.
Til allrar óhamingju hafði rétturinn í Nashville ekki enn tekið málið fyrir og að halda lífi áfram þýddi því að hún varð að fara huldu höfði í litla sveitabænum Destiny í Tennesseefylki. Með sín takmörkuðu fjárráð hafði hún valið skárri kostinn
af tveimur álíka slæmum sem í boði voru en sá kostur var ævagamalt búgarðshús sem staðið hafði mannlaust svo lengi að hún réði við uppsett leiguverð. Það var önnur tveggja ástæðna fyrir því að Julie hafði valið þennan kost... hin var sú
staðreynd að smábærinn Destiny var í ríflega þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Nashville. Það þýddi að ólíklegt væri að hún rækist á einhver sem hún þekkti í einu matvöruverslun bæjarins.
Bílflaut fékk Julie til að líta í baksýnisspegilinn. Stórri sendibifreið hafði verið ekið út í kant á afleggjaranum frá húsunum tveimur og ökumaðurinn beið þess núna að hún bakkaði út úr heimreiðinni svo að hann gæti bakkað sendibifreiðinni að húsinu. Það yrði himneskt að þurfa ekki að sofa á gólfinu í nótt. Julie skellti í bakkgír en dokaði aðeins með að styðja fætinum á bensíngjöfina þegar nágranni hennar gekk út á verönd hússins við hliðina. Hann var hávaxinn, grannur og myndarlegur þannig að erfitt var að hunsa hann... en þó ekki ómögulegt. Hún hafði áður kynnst þessari manngerð og hafði ekki áhuga á að endurtaka þau mistök.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók