Flýtilyklar
The Parent Portal
Framtíðardraumar
Lýsing
–Þakka þér fyrir, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Annie Morgan horfði í tárvot augu konunnar sem hafði stöðvað hana á ganginum á lögreglustöðinni. –Frú Milkin, sagði hún og tók í höndina á Bonnie. –Við erum þér þakklát fyrir að vilja tala við fólkið í strokubarnateyminu og vera svona hreinskilin. Það hlýtur að vera þér óbærilegt að þurfa að rifja upp sonarmissinn. En ég fullvissa þig um að það sem þú hefur sagt okkur, öll litlu einkennin sem oft fara framhjá fólki, hjálpa okkur að bjarga mannslífum. Annie hefði getað bætt ýmsu við, til dæmis því að ellefu löggæslustofnanir í sunnanverðri Kaliforníu stóðu að þessari sameiginlegu sérsveit, sem hafði það meginhlutverk að finna þessi börn, hjálpa þeim og vernda þau. En það hafði allt komið fram á morgunfundinum skömmu áður. Hún þurfti að fara á annan fund í San Díegó þennan ágústmorgun. Hún kveið honum en var jafnframt vongóð. Það yrði ekki auðvelt að sjá fyrrverandi eiginmann sinn í fyrsta skipti í tíu ár, en vonandi þess virði. En hvað sem öllum fundum liði myndi hún gefa Bonnie tíma. Hún renndi fingrunum gegnum stutta, ljósa hárið. –Þú ert gott dæmi um móðurina sem mig langar til að verða. Þú helgar þig syni þínum. Það er augljóst af öllum tilraunum þínum til að reyna að hjálpa honum og útvega honum aðstoð. Ást þín var stöðug og skilyrðislaus þrátt fyrir fíknina sem ekki vildi sleppa af honum tökunum. Og í dag heiðrarðu minningu hans með því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. –Áttu engin börn? spurði Bonnie og rölti hægt í átt að lyftunni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók