Flýtilyklar
Brauðmolar
The Parent Portal
-
Sár fortíðar
Hvernig hafði hún getað verið svona vitlaus? Hún var læknir! Hún vissi vel hvað var í húfi. Hvernig hafði henni dottið í hug að það væri allt í lagi að sleppa fram af sér beislinu eitt andartak? Hún gat fyrirgefið sér það að hafa fengið sér of mikið vín. En á því sem á eftir kom fannst engin afsökun. Hún varð að komast til Christine. Á leiðinni til Marie Cove frá fínu þakíbúðinni sem fyrrverandi eiginmaður hennar átti rétt fyrir utan Los Angeles gat dr. Olivia Wainwright ekki hætt að álasa sér. Þegar sólin gægðist yfir sjóndeildarhringinn og breytti nótt í dag jókst skelfing hennar enn. Hún brást of hart við. Það vissi hún vel. Hún vissi líka að áhættan sem hún hafði tekið var raunveruleg. Því olli tímasetningin. Eftir nokkra klukkutíma átti hún að sinna sjálfboðastarfi í kvennaathvarfinu. Hún varð að komast heim, fara í sturtu og komast yfir neyðarpillu. Jafnvel tilhugsunin um að taka getnaðarvarnarpilluna daginn eftir olli því að hún gretti sig. Ekki bara vegna hormónatruflananna sem pillan hefði í för með sér, heldur einnig af því að ef egg væri í leiðaranum gæti þungun verið að eiga sér stað. Og pillan myndi rjúfa hana snarlega. Henni varð hugsað til Lily og svo margra af pínulitlu sjúklingunum sínum á nýburadeildinni og vissi að þannig myndi það fara. Hún bölvaði sjálfri sér fyrir að hafa opnað á möguleikann á þessu. Í huganum fór hún yfir lista yfir þá sem gátu útvegað
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Framtíðardraumar
–Þakka þér fyrir, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Annie Morgan horfði í tárvot augu konunnar sem hafði stöðvað hana á ganginum á lögreglustöðinni. –Frú Milkin, sagði hún og tók í höndina á Bonnie. –Við erum þér þakklát fyrir að vilja tala við fólkið í strokubarnateyminu og vera svona hreinskilin. Það hlýtur að vera þér óbærilegt að þurfa að rifja upp sonarmissinn. En ég fullvissa þig um að það sem þú hefur sagt okkur, öll litlu einkennin sem oft fara framhjá fólki, hjálpa okkur að bjarga mannslífum. Annie hefði getað bætt ýmsu við, til dæmis því að ellefu löggæslustofnanir í sunnanverðri Kaliforníu stóðu að þessari sameiginlegu sérsveit, sem hafði það meginhlutverk að finna þessi börn, hjálpa þeim og vernda þau. En það hafði allt komið fram á morgunfundinum skömmu áður. Hún þurfti að fara á annan fund í San Díegó þennan ágústmorgun. Hún kveið honum en var jafnframt vongóð. Það yrði ekki auðvelt að sjá fyrrverandi eiginmann sinn í fyrsta skipti í tíu ár, en vonandi þess virði. En hvað sem öllum fundum liði myndi hún gefa Bonnie tíma. Hún renndi fingrunum gegnum stutta, ljósa hárið. –Þú ert gott dæmi um móðurina sem mig langar til að verða. Þú helgar þig syni þínum. Það er augljóst af öllum tilraunum þínum til að reyna að hjálpa honum og útvega honum aðstoð. Ást þín var stöðug og skilyrðislaus þrátt fyrir fíknina sem ekki vildi sleppa af honum tökunum. Og í dag heiðrarðu minningu hans með því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. –Áttu engin börn? spurði Bonnie og rölti hægt í átt að lyftunni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Barn til bjargar
Þetta er bara rannsókn. Þú ert ekki að skuldbinda þig að neinu leyti enn.
Orðin ómuðu í höfðinu á Elainu Alexander þegar hún fékk sér sæti og var komin aftur í dökkbláa læknafatnaðinn sinn.
Skoðunin sem hún hafði farið í rétt í þessu var síðasta stig forrannsóknar, ráðgjafar og pappírsvinnu sem hún hafði þurft að ganga í gegnum á vegferð sinni til þess að stofna eigin fjölskyldu.
Nú beið hún eftir viðtali við Cheryl Miller, sem var sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á frjósemislækningastofunni Foreldragáttinni.
Þetta er bara rannsókn. Þú ert ekki að skuldbinda þig að neinu leyti enn.
Hún var taugaóstyrk. Jafnvel dálítið smeyk. En hún var harðákveðin í að gera þetta. Þær Cassie höfðu verið svilkonur í tæpt ár. Cassie hafði bara verið að reyna að róa Elaina þegar þær spjölluðu saman í síma einn morguninn. Orð Cassie höfðu ekki dugað til að slá á kvíðann, en hins vegar höfðu þau sannað fyrir henni hversu mjög hún þurfti á því að halda að vita að hún hefði komið vel út úr öllum frumrannsóknunum og gæti fengið tíma fyrir uppsetningu fósturvísanna ef hún tæki þá ákvörðun að halda sínu striki.
Hún hafði rætt við starfsfólkið í Foreldragáttinni um glasafrjóvgun, þannig að egg úr henni yrði frjóvgað með sæði úr Peter utan legsins og síðan yrði fósturvísinum komið fyrir í leginu á henni, en Elaina hafði fremur kosið að láta sprauta sæðinu inn í sig og láta barnið verða til í móðurkviðiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífsfylling
Jæja, ætlum við sem sagt að gera þetta?
Ákveðið já barst frá öldunum. Doktor Jamison Howe var á morgunskokki á ströndinni. Strigaskórnir gáfu frá sér taktfastan slátt í þykkum sandinum. Sá vinstri nuddaðist í sífellu við litlutána.
Við sólarupprás sá hann Emily brosandi út að eyrum. Úr augum hennar skein hamingjan sem hún hafði aldrei týnt, jafnvel ekki eftir allar heilaaðgerðirnar sem hún hafði þurft að gangast undir í kjölfar reiðhjólaslyssins. Nokkrum sekúndum áður en hún fór í síðustu aðgerðina hafði hún lofað honum að þau myndu eignast barnið. Þau myndu stofna fjölskyldu. Hún hafði látið hann sverja að hann myndi ekki hugsa um annað meðan skurðlæknarnir væru að störfum.
Framtíðin. Barnið sem þau höfðu lagt svo hart að sér við að reyna að búa til. Hún hafði sagt að það myndi gerast. Hún hafði verið svo sannfærð að hann hafði trúað henni. Og klukkutímum saman hafði hann hugsað um barn sem ekki var til. Hugsað um það hvort barnið yrði stúlka eða drengur. Leikið sér að nöfnum.
Séð fyrir sér barnakerru og reiðhjólastól eða bakpoka fyrir lítil stýri.
Ferðir í Disneyland. Sundkennslu. Þau Emily þar sem þau stóðu og horfðu á barnið sitt sofa.
Þess vegna hafði hann ekki trúað læknunum þegar þeirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Móðurhjarta
Dagurinn byrjaði ósköp venjulega.
Hinn þrjátíu og sex ára gamli Woodrow Alexander, sem alltaf var kallaður Wood, vatt sér fram úr rúminu og smeygði
sér í léttu náttbuxurnar sínar. Hreyfingar hans voru í fullkomnu samræmi við hreyfingar Retró, sem var sex ára gömul labradortík. Hún stökk niður úr rúminu, teygði úr sér og rölti til hans.
Hin ljósa Retró stóð vörð við baðherbergisdyrnar meðan Wood gekk örna sinna. Síðan röltu þau út úr svítunni og fram
ganginn í átt að eldhúsinu. Þau forðuðust stofuna og lokuðu dyrnar hinum megin við hana. Þar var hin svítan í húsinu. Elaina þurfti á svefni að halda.
Wood kom kaffivélinni í gang. Þau fyrrverandi konan hans voru bæði hrifnust af dökkristuðu, kólumbísku kaffi. Meðan
hann hellti upp á könnuna skaust Retró gegnum hundalúguna og út í garðinn.
Hann hafði sett upp útiarin við sundlaugina meðan þau Elaina voru enn gift. Hún hafði óskað eftir því. Vinsta megin við arininn hafði hann komið fyrir útieldhúsi. Hann hafði gróðursett rósarunna og byggt sér verkstæði í horninu yst. Að ósk Elainu hafði hann svo látið annað í garðinum eiga sig. Hún vildi hafa hann sem náttúrulegastan. Sums staðar óx gras, sem hann sló reglulega, en annars staðar einkenndist garðurinn af trjám sem uxu hér og þar og rótum sem stóðu upp úr jörðinni. Wood hafðiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hugarró
–Hlustaðu á skilaboðin þín. Christine frá Foreldragáttinni hringdi. Þú þarft að hringja í lækni sem heitir Craig Harmon.
Ég skildi eftir boð í talhólfinu þínu um það. Og hér er númerið hjá lækninum svo að þú þurfir ekki að skrifa það niður.
Símanúmer batt enda á textaboðin frá litlu systur hennar.
Amelia sat í gluggasætinu í flugvél sem var fullsetin. Fólkið beið eftir því að fara í gegnum vegabréfaeftirlit og tollgæslu.
Flugferðin hafði tekið átta tíma og Amelia var mjög þreytt.
Hún lagði lófann á kviðinn á sér, sem var að mestu flatur enn, og stakk lófanum svo undir þrönga, hvíta bómullarbolinn
og svörtu gammosíurnar. Hún minnti sig á að halda ró sinni.
Streita gat haft neikvæð áhrif á barnið.
Það sama gilti um allt fólkið sem gaf sér góðan tíma til að rýma flugvélina. Það olli henni nefnilega streitu.
Hún hlustaði á skilaboðin frá systur sinni.
Í hálfa mínútu heyrði hún fátt annað en skruðninga. Annað hvort hafði Angeline verið á sérlega hávaðasömum og fjölmennum stað þegar hún las skilaboðin inn, eða tæknin hafði brugðist.
Amelia heyrði að minnsta kosti ekki nokkurn skapaðan hlut. Fjandinn.Af hverju þurfti hún að hringja í lækni? Vonandi amaði ekkert að barninu. Amelia var komin rúmlega fjórtán vikur á leið
og hafði því komist klakklaust í gegnum fyrstu þrjá mánuðina, sem oft skiptu sköpum varðandi framhald meðgöngunnar.
Þegar hún stóð upp rak hún höfuðið upp undir stokkinn í flugvélinni. Hún skyggndist fram eftir ganginum og reyndi að
meta hversu lengi enn hún þyrfti að bíða.
Að minnsta kosti tíu sætaraðir biðu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kominn heim
Kæra Emily.
Fyrirgefðu hvað ég er kumpánlegur. Við höfum aldrei hist, en samt finnst mér eins og ég þekki þig.
Þú munt fá formlega tilkynningu, en ég gat ekki látið hana nægja. Tekin hefur verið ákvörðun um að lýsa því yfir opinberlega að Winston sé látinn. Þar með færðu allt sem þér ber að fá eftir hans dag, en einhvern veginn grunar mig að það skipti þig litlu máli.
Ég var næsti yfirmaður Winstons og gæti talað lengi um það hversu mikill afbragðshermaður hann var. En í síðasta leiðangrinum okkar gengum við í gildru saman. Ég fór á undan og leiddi hann óafvitandi beint í dauðann. Hann bjargaði lífi mínu og við földum okkur saman í marga sólarhringa. Kannski er ég eigingjarn, en ég vil að þú vitir að þú ert sú sem hélt í okkur lífinu. Frásagnir hans af þér, ást hans á þér og fullvissa hans um að sú ást væri sönn.
Tvö ár eru liðin frá því að hann fór að sækja vatn handa okkur og kom aldrei aftur. Tvö ár eru liðin síðan vinveitt herlið
fann mig. Í tvö ár hef ég reynt að skilja af hverju ég er hér en hann ekki. Hann átti svo margt að lifa fyrir.
Vita skaltu að til æviloka verð ég til staðar fyrir þig, auðmjúkur þjónn, reiðubúinn að vernda þig eða gera hvað sem þú
biður mig um.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.