The Parent Portal

Sár fortíðar
Sár fortíðar

Sár fortíðar

Published Ágúst 2022
Vörunúmer 439
Höfundur Tara Taylor Quinn
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hvernig hafði hún getað verið svona vitlaus? Hún var læknir! Hún vissi vel hvað var í húfi. Hvernig hafði henni dottið í hug að það væri allt í lagi að sleppa fram af sér beislinu eitt andartak? Hún gat fyrirgefið sér það að hafa fengið sér of mikið vín. En á því sem á eftir kom fannst engin afsökun. Hún varð að komast til Christine. Á leiðinni til Marie Cove frá fínu þakíbúðinni sem fyrrverandi eiginmaður hennar átti rétt fyrir utan Los Angeles gat dr. Olivia Wainwright ekki hætt að álasa sér. Þegar sólin gægðist yfir sjóndeildarhringinn og breytti nótt í dag jókst skelfing hennar enn. Hún brást of hart við. Það vissi hún vel. Hún vissi líka að áhættan sem hún hafði tekið var raunveruleg. Því olli tímasetningin. Eftir nokkra klukkutíma átti hún að sinna sjálfboðastarfi í kvennaathvarfinu. Hún varð að komast heim, fara í sturtu og komast yfir neyðarpillu. Jafnvel tilhugsunin um að taka getnaðarvarnarpilluna daginn eftir olli því að hún gretti sig. Ekki bara vegna hormónatruflananna sem pillan hefði í för með sér, heldur einnig af því að ef egg væri í leiðaranum gæti þungun verið að eiga sér stað. Og pillan myndi rjúfa hana snarlega. Henni varð hugsað til Lily og svo margra af pínulitlu sjúklingunum sínum á nýburadeildinni og vissi að þannig myndi það fara. Hún bölvaði sjálfri sér fyrir að hafa opnað á möguleikann á þessu. Í huganum fór hún yfir lista yfir þá sem gátu útvegað

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is