Flýtilyklar
Brauðmolar
Tracy Madison
-
Brúðkaup barnsins vegna
–Hæ, Logan! Ég er með fréttir fyrir þig. Manstu eftir einnar nætur kynnum okkar fyrir tæpum fjórum mánuðum? Jæja, ég er ólétt og þú ert faðirinn...
Jeminn. Það hlaut að vera betri leið til að segja manninum að þau hefðu búið til barn saman. Nei, reyndar ekki. Hún þekkti varla Logan Daugherty og gæti því ekki spáð fyrir um viðbrögð hans, sama hvaða orð hún notaði.
Anna Rockwood kveinkaði sér og keyrði framhjá húsi Logans í þriðja skiptið. Hún varð að gera þetta í dag. Hún óttaðist að annars fyndi hún aldrei hugrekki til þess.
Kvíðinn vakti upp ógleði innra með henni. Hún renndi niður rúðunni og andaði að sér svölu októberlofti. Það skýrði hugann aðeins en taugarnar róuðust ekkert.
Morgunógleði var ekki sökudólgurinn, hélt hún, heldur tíminn sem hún hafði haldið þunguninni leyndri fyrir barnsföðurnum. Í fyrstu hafði hún verið í losti, hafði verið óttaslegin og ekki trúað því hvað hafði gerst. Á því tímabili hafði verið ómögulegt að segja frá.
Þetta var mikið sem þurfti að melta. Anna hafði aldrei ætlað að verða einstæð móðir. Móðir hennar hafði dáið þegar Anna var ung, enn í grunnskóla, og sársauki þess missis hafði aldrei horfið að fullu. Hvernig væri það hægt? Allt hafði breyst svo hratt fyrir Önnu og systur hennar tvær... aðra yngri og hina eldri... þegar Ruby Rockwood hvarf úr lífi þeirra.
Á einu augabragði hafði faðir þeirra orðið harðari, strangari og reiðari en áður, ekki hafði verið neitt pláss fyrir hamingju. Það sem fylgdi voru erfiðir dagar þar sem stelpurnar reyndu eftir fremsta megni að vera hljóðar og ósýnilegar.
Guði sé lof fyrir Lolu frænku.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Nýtt hlutverk
Hún hefði átt að gera það því þegar húseigendurnir reyndu
að ná sambandi við hana og gátu það ekki, héldu þeir að hún
hefði hætt við allt saman. Rökrétt ályktun við þessar kringum
stæður og líklega hefði hún ályktað það sama í þeirra
sporum. En þótt hún skildi ástæðuna breytti það núverandi
stöðu hennar ekkert.
Hún var föst.
Chelsea skalf bæði af tilfinningum og kulda þegar hún
opn aði afturdyrnar. –Sestu inn, elskan, sagði hún eins glaðlega
og hún gat. –Áætlunin okkar breyttist. Hvernig líst þér á
kvöldmat? Þú ert örugglega orðinn svangur.
–Ég hélt að við ættum að vera hérna. Henry brölti upp í
bílstólinn og nuddaði augun þreytulega. Ólíkt flestum börnum
svaf hann aldrei vel í bílum og löng ökuferðin hafði því
reynt á hann. Líka hana, en hún var orðin vön þreytu. –Ég vil
ekki keyra lengur.
–Við förum ekki langt, lofaði hún. –Ég sá nokkra veitinga
staði í miðbænum. Við getum fengið okkur borgara og
franskar. Eftir að hún hafði spennt beltið hans ýfði hún ljósbrúnt
hárið á kollinum á honum. –Eða viltu kannski enn eina
hnetusmjörssamloku?
Til að spara fyrir ferðinni höfðu þau að mestu borðað
hnetusmjörssamlokur síðustu vikurnar. Hún var viss um að
sonur hennar yrði ánægður með að fá uppáhaldsmatinn sinn
á alvöru veitingastað. Það var munaður sem hún hafði ekki
efni á en strákurinn varð að fá mat og hún varð að ákveða
hvað þau gerðu næst.
–Borgara! Henry brosti breitt. –Og rótarbjór!
–Mjólk, sagði hún. –Þú fékkst gos þegar við tókum
bensín.
–Ávaxtasafa?
–Mjólk, endurtók hún og lokaði bíldyrunum hans. Sonur
hennar reyndi alltaf að semja. Hún settist við stýrið, fór með
bæn í huganum og stakk lyklinum í kveikjulásinnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Strokubrúðurin
Fyrir tæpum tveimur tímum hafði Daisy Lennox staðið við
svefnherbergisgluggann og andað að sér ilminum frá blómagarði
móður sinnar. Andvarinn gældi við vanga hennar með loforði um
fallegan vordag í Steamboat Springs, Colorado. Fullkominn dag
fyrir brúðkaup.
Brúðkaupið hennar.
Hún hafði lokað augunum og notið eftirvæntingarinnar, fundið
spennuna fara um sig. Þegar náttaði yrði hún frú Reid Foster. Það
hafði virst... ótrúlegt að dagurinn væri loks kominn, að draumar
hennar væru að rætast.
Það hafði verið svo náttúrulegt að verða ástfangin af Reid.
Áreynslulaust. Hann hafði verið hluti af tilveru hennar næstum
eins lengi og hún mundi eftir sér, jafnvel þótt það hefði tekið
hann fáránlega langan tíma að sjá hana sem eitthvað annað en litlu
systur besta vinar síns.
En þegar sú sýn breyttist höfðu þau ekki efast um tenginguna.
Og þegar hann hafði beðið hennar árið áður, kvöldið sem hún
útskrifaðist frá háskólanum í Colorado, hafði hún játast honum
án hiks. Hún gat ekki ímyndað sér að lifa án hans.
Með Reid fannst henni hún vera heil. Ást Reids eyddi þeirri
tilfinningu að hún ætti hvergi heima, að hún passaði ekki inn í
hópinn, tilfinningu sem hafði fylgt henni frá barnæsku.
Já. Þegar Daisy hafði vaknað og séð sólríkan dag, fundið ilminn í hlýjum andvaranum, hafði hún verið full af von og gleði,
hafði ekki haft neina ástæðu til að gruna að eitthvað gæti skemmt
framtíðina.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fjallamaðurinn hennar
Heitu, letilegu sumardagarnir gætu ekki komið nógu fljótt.
Jæja, að minnsta kosti hvað hitann varðaði. Enginn sem bjó í
Steamboat Springs myndi lýsa sumrunum sem letilegum. Tíminn núnavar letilegur. Afslappandi. Kannski endurnærandi.
Ekki hjá Haley Foster. Henni hundleiddist.
Það var furðulegt. Vetrarvertíðin með öllum skíðamönnunum var að baki og áður en sumarvertíðin kæmi á fullu, ætti hún
að njóta rólegheitanna. Þannig hafði það alltaf verið. Þetta árið
var hún hins vegar... eirðarlaus.
Meira en það. Henni fannst hún stöðugt vera að bíða þess að
eitt hvað... hvað sem er... gerðist. Hún vissi ekki hvað. Bara
eitt hvað.
Og þess vegna gat hún ekki beðið eftir sumrinu. Túristarnir
kæmu til að eyða fríunum sínum hérna og fara í flúðasiglingar,
gönguferðir, á kanóa og gera annað sem var í boði. Þá myndi
syfjulegur bærinn vakna á ný. Þá yrði hún önnum kafin allan
daginn og hefði ekki tíma til að velta fyrir sér eirðarleysi.
Hún andvarpaði og hallaði sér aftur í sætinu á Beanery,
kaffi húsinu í bænum, og reyndi að fylgjast með Suzette
Solomon vinkonu sinni. Þær höfðu farið saman í spinningtíma
snemma á laugardagsmorgninum, nú áttu þær að gera vel við
sig með heitum drykk og spjalli.
Suzette var að segja fyndna sögu um einn af nemendunum
hennar í fjórða bekk. Haley hló og skaut inn orði hér og þar,
samt gat hún ekki slakað á. Fjandinn! Hún hafði talið að púlVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Jólaóskin
Jólin voru að leggja allt undir sig í Steamboat Springs,
Colorado. Kransar með rauðum slaufum héngu á hurðum og
gluggum, ljósastaurar og búðargluggar voru prýddir marglitum
ljósum, jólalög ómuðu alls staðar. Hvert sem Cole Foster leit,
sá hann fólk ljóma af gleði.
Nokkrir ferðamannanna gengu hratt, annað hvort af því að
þeir voru vanir hraða stórborga eða ákveðnir í að ná áfangastað
sínum eftir að hafa notað daginn í innkaup eða að renna sér á
skíðum. Eða bæði. Flestir röltu þó rólega um, nutu þess að sjá
bæinn í sínu fínasta jólapússi.
Heimamenn voru flestir mitt á milli, voru hvorki á þönum
né að hangsa, þó greinilega annað hvort á leið í vinnu eða heim
til sín. Alla jafna væri hann einn þeirra, sérstaklega eftir langan
dag í íþróttavörubúðinni sem fjölskyldan hans átti. Í dag ætlaði
hann hins vegar ekki heim.
Hann stansaði og stakk höndunum í jakkavasana, andaði að
sér fersku, köldu desemberloftinu og gaf sér tíma til að ná áttum. Feit snjókorn liðu niður af himninum og bættu enn útlit
jólaþorpsins. Hann gat ekki annað en viðurkennt að þetta var
fallegt kvöld.
Byrðin hvarf hins vegar ekki af herðum hans. Kvíðinn
minnkaði ekki. Þetta árið var hann líkari Trölla en jólasveininum... og það var bara honum sjálfum að kenna.
Hann hafði beðið of lengi með að gera eitthvað í tilfinningVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Barn hermannsins
Barnaraddir, skærar og glaðlegar, heyrðust í síðdegissólinni.
Nokkrum húsum frá malaði sláttuvél. Golan kom með ilm af
grillkolum og hamborgurum. Bílar óku hjá, það skrjáfaði í laufblöðum og fuglar sungu. Gatan var lifandi, full af venjulegum
hljóðum og lykt vorsins.
Það venjulega var athvarf sem flestir hugsuðu ekkert út í,
hugsaði Seth Foster höfuðsmaður. Flestir almennir borgarar.
Hann hafði hins vegar kvatt það venjulega á meðan hann var í
Afganistan.
Hann hafði komið aftur til Bandaríkjanna tæpri viku fyrr og í
dag hafði Seth keyrt að heimili foreldra sinna í Portland, Oregon,
þar sem hann ætlaði að vera í leyfinu sínu. Fjögurra vikna hvíld
var framundan. Hann ætlaði að gera venjulega hluti alla dagana.
Hluti eins og að borða heimalagaðan mat með fjölskyldunni,
kýta við eldri bræður sína tvo, tengjast foreldrunum á ný og sitja
á verönd hússins sem hann hafði alist upp í og drekka bjór með
bræðrum sínum. Eins og hann gerði núna.
Seth hafði hlakkað til þessarar stundar, þegar lífið... um
tíma... yrði eðlilegt aftur.
Auðvitað hafði hann ekki búist við að bjáninn bróðir hans
hefði átt sér leyndarmál mánuðum saman. Eða að Jace veldi
þessa stund til að segja frá því, og að það eyðilegði allar áætlanir
Seths fyrir venjulega heimsókn.
Seth fékk sér stóran sopa af bjórnum og leit á Jace, bróðurinn
í miðið. Eldri bróðir þeirra, Grady, virtist jafn hissa á orðum
Jace en hafði ákveðið að þegja. Hann hafði þó ekki farið burt og
látið hina bræðurna útkljá málin. Nei, hann beið og fylgdist meðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leikur ástarinnar
Sumir dagar byrja illa og enda vel. Aðrir dagar byrja illa og
versna bara. Þrátt fyrir bestu tilraunir Melanie Prentiss til að bæta
daginn, virtist hann ætla að vera af seinni gerðinni.
Dagurinn hafði byrjað á því að hún kveikti í hárinu á sér. Jæja,
brenndi það. Hún hafði bara ætlað að hita augnskuggapensilinn
svo liturinn væri meðfærilegri. Hún hafði ætlað að vera með stór
og falleg augu, ekki að líta út fyrir að hafa naumlega sloppið úr
brennandi byggingu.
Melanie fitlaði við brennda hárið við hægra gagnaugað og andvarpaði. Á þeim tímapunkti hefði hún átt að taka mark á fyrirboðanum og tilkynna sig veika. En þar sem móðir hennar hafði kennt
henni að vera dugleg, hafði hún haldið áfram... og sullar stórum
macchiatoyfir kjöltuna á sér í bílnum, á leiðinni í vinnuna. Það
óhapp hafði næstum ollið aftanákeyrslu. Svo ekki sé minnst á þá
óþægilegu tilfinningu að fá rjúkandi heitan kaffidrykkinn á lærin.
En sneri hún bílnum við og hélt heim eins og allar skynsamar
manneskjur hefðu gert? Nei. Hún sá heldur betur eftir því þegar
hún gekk inn í skrifstofubygginguna, á hraðri ferð því hún var
þegar orðin of sein, og festi hælinn í gúmmímottunni í anddyrinu.
Hún hafði flogið fram fyrir sig eins og vængbrotinn fugl og lent
á kaffiblautum fötunum fyrir framan lyftuna. Skórinn hafði orðið
eftir í mottunni.
Og nú þetta.
Melanie gretti sig og horfði á skilaboðin sem yfirmaður
hennar hafði párað á miða og fest á tölvuskjáinn hennar. Melanie!Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Barist fyrir ástinni
Þetta eru mistök.
Olivia Markham-Foster vissi það strax og hún gekk inn á
dauflýstan ítalskan veitingastað. Hún hafði komið snemma til
að skoða umhverfið og þjónninn hafði leitt hana að borði í
horn inu þar sem gott næði var. Hún var þakklát fyrir næðið en
rómantískt andrúmsloftið passaði ekki. Ást og tæling liðu um
loftið, drupu af tónum kvöldverðartónlistarinnar og fengu magann á henni til að herpast saman.
Ó, já. Þetta voru mistök.
Hún fékk gæsahúð og skalf öll. Hún fékk sér sopa af rauðvíninu áður en hún setti hendurnar í kjöltuna. Þetta kvöld snerist ekki um rómantík eða tælingu, en Grady... Jæja, hún bjóst
við að hann gengi inn, sæi hana sitjandi þarna og drægi ranga
ályktun.
Maðurinn hennar var harður náungi en þó afar rómantískur,
með blítt hjarta sem trúði á hamingju til æviloka af sama ákafa
og hann trúði á hafnabolta. Við það bættist að þegar Grady vildi
eitthvað, fékk hann það yfirleitt og þetta kvöld hlaut að verða
erfitt. Hann yrði ekki ánægður með það sem hún ætlaði að segja.
En Olivia hafði tekið ákvörðun og ætlaði að fylgja áætlun
sinni... jafnvel þótt það væri bjánalegt að fá hann inn á svona
fallegan veitingastað í kvöldmat. Staðsetningin var Samönthu
að kenna en nú var of seint að breyta því. Líf Gradys valt einnig
á þessu. Að halda svona áfram, föst á öndverðum meiði, særðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.