Tracy Madison

Brúðkaup barnsins vegna
Brúðkaup barnsins vegna

Brúðkaup barnsins vegna

Published Desember 2015
Vörunúmer 359
Höfundur Tracy Madison
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

–Hæ, Logan! Ég er með fréttir fyrir þig. Manstu eftir einnar nætur kynnum okkar fyrir tæpum fjórum mánuðum? Jæja, ég er ólétt og þú ert faðirinn...

Jeminn. Það hlaut að vera betri leið til að segja manninum að þau hefðu búið til barn saman. Nei, reyndar ekki. Hún þekkti varla Logan Daugherty og gæti því ekki spáð fyrir um viðbrögð hans, sama hvaða orð hún notaði.

Anna Rockwood kveinkaði sér og keyrði framhjá húsi Logans í þriðja skiptið. Hún varð að gera þetta í dag. Hún óttaðist að annars fyndi hún aldrei hugrekki til þess.

Kvíðinn vakti upp ógleði innra með henni. Hún renndi niður rúðunni og andaði að sér svölu októberlofti. Það skýrði hugann aðeins en taugarnar róuðust ekkert.

Morgunógleði var ekki sökudólgurinn, hélt hún, heldur tíminn sem hún hafði haldið þunguninni leyndri fyrir barnsföðurnum. Í fyrstu hafði hún verið í losti, hafði verið óttaslegin og ekki trúað því hvað hafði gerst. Á því tímabili hafði verið ómögulegt að segja frá.

Þetta var mikið sem þurfti að melta. Anna hafði aldrei ætlað að verða einstæð móðir. Móðir hennar hafði dáið þegar Anna var ung, enn í grunnskóla, og sársauki þess missis hafði aldrei horfið að fullu. Hvernig væri það hægt? Allt hafði breyst svo hratt fyrir Önnu og systur hennar tvær... aðra yngri og hina eldri... þegar Ruby Rockwood hvarf úr lífi þeirra.

Á einu augabragði hafði faðir þeirra orðið harðari, strangari og reiðari en áður, ekki hafði verið neitt pláss fyrir hamingju. Það sem fylgdi voru erfiðir dagar þar sem stelpurnar reyndu eftir fremsta megni að vera hljóðar og ósýnilegar.

Guði sé lof fyrir Lolu frænku.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is