Flýtilyklar
Vettvangur glæps
Háskalegur leikur
Lýsing
Hjartað tók bara svolítinn kipp þegar hann sá hana. Alexander
Harkins var í rauninni ekki hissa. Hjartað hafði tekið kipp
þegar hann sá hana í fyrsta sinn og meira að segja núna,
tveimur árum eftir skilnaðinn, voru þetta ósjálfráð viðbrögð
sem hann hafði á tilfinningunni að geta aldrei stjórnað.
Dökkt hár Georginu Beaumont fulltrúa var kannski strákslega stutt en það var ekkert strákslegt við stóru grænu augun,
sem voru umlukin löngum, dökkum augnhárum, eða klassíska
fegurð hennar.
Það var ekki vottur af neinu karlmannlegu við þrýstin brjóstin,
mjótt mittið og löngu, grönnu fótleggina. Þó að hún væri í hvítri
stutterma blússu og vel sniðnum svörtum buxum tókst henni að
vera kvenleg án fyrirhafnar og fáránlega kyn þokkafull.
Hann sat hinum megin í stóra fundarsalnum þegar hún gekk
inn og fór að spjalla við tvo aðra alríkisfulltrúa sem stóðu nálægt dyrunum.
Eftir skilnaðinn höfðu þau unnið í sömu byggingunni en
ekki verið sett saman í mál og ekki hist nema af og til. Það að
bæði skyldu vera stödd í sama herbergi benti til þess að það
færi að breytast.
Alexander fann fyrir kvíðahnút í brjóstinu þegar hann hugsaði um verkefnið sem þau myndu fá. Það þurfti eiginlega ekki
að hugsa mikið um það. Hann vissi að fólkið í herberginu hafði
verið kallað saman til að mynda starfshóp til að sjá um má