Flýtilyklar
Brauðmolar
Vettvangur glæps
-
Banaráð
Callie Stevens gekk rösklega eftir gangstéttinni í áttina að lögreglustöðinni. Það var fyrsti desember. Byrjunin á uppáhaldsárstímanum hennar. Um nóttina höfðu bæjarstarfsmenn í Rock Ridge, þessum litla bæ í Kansas, hengt rauð og hvít ljós á alla ljósastaurana í miðbænum sem var nú orðinn mjög hátíðlegur. Callie elskaði jólin og var staðráðin að gera vinnustaðinni sinn svolítið hátíðlegan að þessu sinni. Slíkt hafði hingað til verið harðbannað á lögreglustöðinni, þar sem hún var afgreiðslustjóri, því að Mac McKnight fógeti var lítið gefinn fyrir jólaskraut. Henni hitnaði um vanga þegar hún hugsaði um myndarlega fógetann sem hún í huga sér kallaði herra Heitan. Ef jólin í ár yrðu eins og í fyrra myndi Heitur fógeti byrja að vera í vondu skapi í dag og vera það yfir allar hátíðarnar. –Við þurfum nú smá jól, muldraði hún og opnaði bakdyrnar á lögreglustöðinni. Hún var á vakt frá klukkan fjögur síðdegis til miðnættis. Þá kæmi Glenda Rivers að leysa hana af. –Er ekki kalt úti? spurði Johnny Matthews þegar hún kom inn. –Jú, miðað við árstíma, svaraði Callie og hengdi af sér hvítu vetrarkápuna sína. –Er eitthvað að gerast í kvöld?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggahrellir
–Ainsley, tilbúin pöntun, kallaði Eddie Burwell, öðru nafni Big Ed, úr lúgunni á milli eldhússins og borðsalarins á Dusty Gulch Café. Ainsley Meadows flýtti sér að lúgunni til að sækja pöntunina. –Þetta lítur aldeilis vel út, Big Ed, sagði hún um sérrétt dagsins, opna nautakjötssamloku með salati. Big Ed sendi henni sitt tannlausa bros. Hann sagði öllum að hann hefði losað sig við tennurnar til að geta betur fundið bragðið af matnum sem hann eldaði. En sögusagnir voru um að hann hefði í raun og veru misst tennurnar í slagsmálum fyrir mörgum árum. Þá var hann ungur og hafði komist í kast við lögin. Hún bar pöntunina til Tim Nelson, sem var einn af fastakúnnunum. Aðlaðandi eldri maður með hvítt hár og ljúfur í lund. Hún hafði alltaf gaman að því að þjóna honum til borðs. –Gjörðu svo vel, herra Nelson, sagði hún og setti diskinn fyrir hann. –Á ég að færa þér meira kaffi? –Ekki núna, svaraði hann. –En þú hugsar alltaf svo vel um mig þegar ég kem hingað. –Ég geri mitt besta, svaraði hún og brosti. Hún reyndi svo sannarlega að gera sitt besta í starfi sínu hérna á Dusty Gulch Café. Ef allt færi að óskum gæti þessi litli bær í Kansas orðið framtíðarheimili hennar. Big Ed var ekki aðeins kúnstugur kokkur heldur líka eigandi veitingahússins. Þegar hann hafði ráðið hana sem
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Næturhrellir
Eva Martin notaði oddinn á skóflunni til að pota í lemstraðar, dauðar kýr sem lágu fyrir framan hana. Svo snéri hún sér við og leit á hávaxna, einkennisklædda manninn sem stóð við hlið hennar. Wayne Black fógeti tók af sér hattinn og þurrkaði svitann framan úr sér með vasaklút. Ágústmánuður gat orðið mjög heitur í Dusty Gulch í Kansas. Þótt enn væri langt í hádegið var hitinn þegar kominn yfir þrjátíu gráður. Evu var heitt í hamsi en það hafði ekkert með lofthitann að gera. –Wayne, þetta er þriðja limlesta kýrin mín á jafn mörgum vikum. Ég skal veðja við þig að í póstkassanum mínum bíður enn ein hótunin. Wayne þurrkaði aftur framan úr sér svitann og setti upp hattinn. –Það er þá best að fara og athuga póstkassann þinn, sagði hann og steig upp í lögreglubílinn. Eva setti skófluna í jörðina við hliðina á kýrhræinu og settist á bak gæðingi sínum, Þrumufleyg, og hélt í áttina að póstkassanum við enda heimreiðarinnar á búgarðinn hennar. Hjartsláttur hennar var næstum því jafn hávær og hófatak Þrumufleygs. Einhver vildi henni illt, en hún hafði ekki hugmynd um hver það gæti verið. Verst þótti henni að það var ekki að sjá að fógetinn tæki þetta mjög alvarlega.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Morðhugur
Jordon James alríkislögreglufulltrúi hataði tvennt... veturinn og morð... og var um það bil að sökkva sér niður í hvort tveggja. Hún hrukkaði ennið og starði út um litla gluggann á þyrlunni sem flutti hana frá Kansas City til ferðamannabæjarins Branson í Missouri.
Þegar þau fóru frá Kansas City hafði jörðin verið vetrarbrún og milt veður. Því miður seig hitamælirinn eftir því sem
þau nálguðust Branson og 10 sentimetra snjólag hafði fallið í bænum um nóttina.
Þyrlan flaug inn til lendingar en Jordon sá fyrir sér strönd og skært sólskin, sólstól og áfengan ávaxtadrykk. Hún hafði
pantað sér langþráð frí í Flórida í lok næstu viku. Vonandi yrði þetta mál í Branson fljótleyst svo hún þyrfti ekki að fresta þessu langþráða fríi.
Hún hafði verið send hingað sem ráðgjafi, sem greiði yfirmannsins við bæjarstjórann í Branson. Það eina sem hún vissi
var að þrjú morð höfðu verið framin á jafnmörgum mánuðum á vinsælu gistiheimili. Nýjasta fórnarlambið hafði verið stungið til bana og þerna hafði fundið líkið í herberginu daginn áður.
Jordon gat alveg unnið með öðrum þegar þess þurfti en kaus að vinna ein. Hún hafði á tilfinningunni að Tom Langford yfirmaður hefði valið hana í starfið vitandi það að hún yrði að reyna að vinna með lögreglustjóra sem vildi örugglega
ekki hafa hana þarna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hver er morðinginn?
Daniel Carson sat við litla skrifborðið á lögreglustöðinni í Lost Lagoon. Rimlagardínurnar voru lokaðar svo það var fullkomið næði á skrifstofunni. Fyrir utan litla glerbúrið heyrðist í mönnunum í vaktherbergi lögreglumannanna, samræðurnar hljómuðu eins og lágvært suð.
Þeir voru allir að ræða um komu nýja lögreglustjórans sem ríkissaksóknari hafði tilnefnt til að taka við stöðunni og uppræta alla spillingu sem gæti verið að finna í deildinni áður en hægt væri að kjósa nýjan lögreglustjóra í litla bænum.
Það var tæpur mánuður síðan Trey Walker, fyrrum lögreglustjóri, og Jim Burns bæjarstjóri höfðu verið handteknir fyrir eiturlyfjasölu og morðtilraun. Þeir höfðu flutt varning sinn í undirgöngum frá fenjamýrinni að húsi Trey og þaðan fóru eiturlyfin í bíla og ekið var með þau út úr fylkinu.
Hneykslið hafði skekið litla bæinn í fenjamýrum Mississippi.
Daniel var næstráðandi lögreglustjórans og hafði þar af leiðandi verið settur lögreglustjóri til bráðabirgða en þetta var starf sem hann hafði ekki viljað fá og gat ekki beðið eftir að tæki enda.
Hún ætti að koma á hverri stundu. Olivia Bradford lögreglustjóri sem hafði verið send hingað frá Natchez. Daniel vissi ekkert um konuna en átti von á kvenskörungi sem hafði ekki einungis vald til að reka þá sem hún vildi heldur var með
alla forkólfa í ríkinu á bak við sig.
Það var ekkert skrýtið þó að menn kviðu fyrir að hitta nýja yfirmanninn, væru bæði kvíðnir og órólegir. Hausar fengju að
fjúka ef hún fyndi eitthvað eða einhvern sem ekki væri viðeigandi í deildinni. Allir höfðu áhyggjur af starfi sínu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Afturgangan
Þetta var fullkomið kvöld fyrir draugagöngu. Tunglið í
Mississippi var næstum falið bak við þokuna sem skreið yfir
landið og göturnar í litla bænum Lost Lagoon.
Savannah Sinclair batt vasaljósið með tvöfalda geislanum,
sem hékk við mittið á henni undir hvítum, þunnum, skósíðum
kjólnum, betur við sig. Hún hafði lýst andlitið með púðri og
vissi að flestir myndu telja að það sem hún aðhafðist væri
meira en lítið undarlegt.
Kannski hafði hún verið meira en lítið undarleg síðustu tvö
árin eftir að eldri systir hennar og besta vinkona, Shelly, hafði
verið myrt og fundist fljótandi í lóninu.
Líf Savannah hafði breyst til frambúðar þessa nótt. Hún
hafði breyst til frambúðar og það sem hún ætlaði sér að gera
núna, á miðnætti, sannaði að dauði Shelly hafði ennþá djúpstæð áhrif á hana sem hún gat ekki hrist af sér.
Hún starði á draugalega spegilmynd sína og velti því fyrir
sér hvort hlutirnir væru öðruvísi ef morðið á Shelly hefði verið
upplýst og morðingi hennar handtekinn.
Hún sneri sér snöggt frá speglinum og gekk út af baðherberginu. Klukkan á náttborðinu í svefnherberginu sýndi tölurnar
23:30. Tímabært að leggja í hann.
Hún slökkti öll ljós í fjögurra svefnherbergja húsinu sem
hafði einu sinni verið heimili fjölskyldu hennar, greip vasaljós
sem passaði í lófann og smeygði sér út um bakdyrnar.
Dimm nóttin umlukti hana og hún leit snöggt á hús næsta
nágranna, ánægð með að öll ljós voru slökkt og nágranninn,
Jeffrey Allen, var örugglega kominn í háttinn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Aftur heim
Bo McBride sleppti bensíngjöfinni og Harley-vélhjólið
hægði ferðina um leið og hann ók framhjá veðruðu skilti sem
á stóð Lost Lagoon, íbúafjöldi 705.
Maginn í honum herptist saman þegar fenjalyktin umlukti
hann og réðst inn í lungun svo það var erfitt að anda í gegnum kvíðann og reiðina sem fylgdi lykt heimabæjarins.
Hvað flesta varðaði voru tvö ár síðan hann hafði síðast
verið í Lost Lagoon, Mississippi. Aðeins tvær manneskjur
vissu af mánaðarlegum heimsóknum hans til móður sinnar,
leynilegum heimsóknum þar sem hann kom og fór í skjóli
myrkurs.
Hann væri ekki hér nú ef móðir hans hefði ekki óvænt
dáið tveimur dögum fyrr. Hjartaáfall. Besti vinur hans,
Jimmy Tambor, sem hafði flutt inn í húsið hans þegar Bo fór
úr bænum, hafði fært honum fréttirnar.
Það hafði tekið Bo heila tvo daga að melta þær fréttir að
móðir hans væri farin og einn dag enn að undirbúa allt fyrir
starfsmenn sína svo hann gæti farið. Útförin yrði næsta dag.
Eftir það gæfi hann sér nokkra daga til að ganga frá dánarbúinu og svo kæmi hann sér burt frá bænum sem hafði kostað hann tvö síðustu árin í lífi móður sinnar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Háskalegur leikur
Hjartað tók bara svolítinn kipp þegar hann sá hana. Alexander
Harkins var í rauninni ekki hissa. Hjartað hafði tekið kipp
þegar hann sá hana í fyrsta sinn og meira að segja núna,
tveimur árum eftir skilnaðinn, voru þetta ósjálfráð viðbrögð
sem hann hafði á tilfinningunni að geta aldrei stjórnað.
Dökkt hár Georginu Beaumont fulltrúa var kannski strákslega stutt en það var ekkert strákslegt við stóru grænu augun,
sem voru umlukin löngum, dökkum augnhárum, eða klassíska
fegurð hennar.
Það var ekki vottur af neinu karlmannlegu við þrýstin brjóstin,
mjótt mittið og löngu, grönnu fótleggina. Þó að hún væri í hvítri
stutterma blússu og vel sniðnum svörtum buxum tókst henni að
vera kvenleg án fyrirhafnar og fáránlega kyn þokkafull.
Hann sat hinum megin í stóra fundarsalnum þegar hún gekk
inn og fór að spjalla við tvo aðra alríkisfulltrúa sem stóðu nálægt dyrunum.
Eftir skilnaðinn höfðu þau unnið í sömu byggingunni en
ekki verið sett saman í mál og ekki hist nema af og til. Það að
bæði skyldu vera stödd í sama herbergi benti til þess að það
færi að breytast.
Alexander fann fyrir kvíðahnút í brjóstinu þegar hann hugsaði um verkefnið sem þau myndu fá. Það þurfti eiginlega ekki
að hugsa mikið um það. Hann vissi að fólkið í herberginu hafði
verið kallað saman til að mynda starfshóp til að sjá um máVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leyndarmálið við vatnið
Jackson Revannaugh leið eins og hann væri að nálgast til Oz
þegar þotan steypti sér niður á milli gróinna akra í endalausum
röðum. Hvergi að sjá merki um þéttbýli þarna í nágrenni alþjóðaflugvallar Kansasborgar. Klukkan var að ganga átta um kvöld og
hann gat ekki beðið eftir að komast út úr vélinni.
Flugið frá Baton Rouge hafði verið ríflega þriggja tíma langt
og ekki var nóg með að ungbarn hafði gaulað alla leiðina, heldur
hafði krakkinn í sætaröðinni fyrir aftan sparkað með reglulegu
millibili í stólbakið hjá honum.
Jackson var vægt sagt úfinn í skapi þegar hann reis upp úr
sætinu. Of lítill svefn síðastliðnar tvær vikur ofan á langa og
þreyt andi flugferð í litlu olnbogarými ásamt þeirri staðreynd að
lítill poki með kartöfluflögum var eina næringin sem hann hafði
látið inn fyrir sínar varir síðustu átta tímana olli því að hann var
síður en svo hamingjusamur.
Sem betur fór tók það hann einungis örfáar mínútur að koma
sér frá borði. Hann greip stóru íþróttatöskuna úr farangursgeymslunni fyrir ofan sætið en í henni rúmuðust helstu nauðsynjar fyrir fyrirhugaða dvöl hans í Kansasborg í Missouri. Síðan
arkaði hann aftur eftir flugvélinni og að næsta útgangi.
Tvöfaldar dyr lágu út úr flugstöðvarbyggingunni. Rakur júlíhiti Miðvesturríkjanna reyndist ansi frábrugðinn andrúmsloftinu
í Bachelor Moon í Lousiana þar sem hann hafði síðustu vikurnar
unnið sleitulaust að rannsókn á hvarfi hjóna og ungrar stjúpdóttur þeirra. Honum hafði verið kippt úr því máli án þess aðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Sporlaust
Segðu mér aftur hvers vegna við erum að athuga hvar fyrrverandi FBI-fulltrúi frá skrifstofunni í Kansas City er, sagði
FBI-fulltrúinn Andrew Barkin úr aftursætinu.
FBI-fulltrúinn Gabriel Blankenship hægði á bílnum þegar
þeir nálguðust smábæinn Bachelor Moon í Louisiana. –Við
gerum þetta fyrir kurteisi sakir, af því að skrifstofan í Kansas
City bað um það.
–Fyrir rúmum tveimur árum var Sam Connelly virtur FBIfulltrúi, hann kom hingað í tveggja vikna frí og varð ást fanginn af Daniellu Butler, sem á gistihúsið í Bachelor Moon,
sagði Jackson Revannaugh úr farþegasætinu. –Sönn ást var
sterkari en framavonin. Sam hætti hjá FBI, flutti hingað og
þau Daniella giftust.
–Sam varð einnig stjúpfaðir dóttur Daniellu, Macy. Í
morgun fengum við símtal frá rekstrarstjóra gistihússins,
sem sagði að öll þrjú væru horfin, sagði Gabriel.
–Óvenjulegt að við séum sendir á staðinn, þar sem ekki
einu sinni sólarhringur er liðinn, sagði Jackson.
–Rekstrarstjórinn sagði þau hafa horfið í gærkvöldi.
Gabriel horfði á veginn framundan, vissi að gistihúsið var
fimmtán kílómetrum frá litla bænum.
Eðlisávísunin sagði honum að þetta væri tímasóun, einhver misskilningur á milli rekstrarstjórans og fjölskyldunnar.
Það tók einn og hálfan tíma að keyra frá skrifstofunni þeirra
í Baton Rouge og þeir höfðu ekki verið sendir af stað fyrr enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.