Flýtilyklar
Vettvangur glæps
Skuggahrellir
Lýsing
–Ainsley, tilbúin pöntun, kallaði Eddie Burwell, öðru nafni Big Ed, úr lúgunni á milli eldhússins og borðsalarins á Dusty Gulch Café. Ainsley Meadows flýtti sér að lúgunni til að sækja pöntunina. –Þetta lítur aldeilis vel út, Big Ed, sagði hún um sérrétt dagsins, opna nautakjötssamloku með salati. Big Ed sendi henni sitt tannlausa bros. Hann sagði öllum að hann hefði losað sig við tennurnar til að geta betur fundið bragðið af matnum sem hann eldaði. En sögusagnir voru um að hann hefði í raun og veru misst tennurnar í slagsmálum fyrir mörgum árum. Þá var hann ungur og hafði komist í kast við lögin. Hún bar pöntunina til Tim Nelson, sem var einn af fastakúnnunum. Aðlaðandi eldri maður með hvítt hár og ljúfur í lund. Hún hafði alltaf gaman að því að þjóna honum til borðs. –Gjörðu svo vel, herra Nelson, sagði hún og setti diskinn fyrir hann. –Á ég að færa þér meira kaffi? –Ekki núna, svaraði hann. –En þú hugsar alltaf svo vel um mig þegar ég kem hingað. –Ég geri mitt besta, svaraði hún og brosti. Hún reyndi svo sannarlega að gera sitt besta í starfi sínu hérna á Dusty Gulch Café. Ef allt færi að óskum gæti þessi litli bær í Kansas orðið framtíðarheimili hennar. Big Ed var ekki aðeins kúnstugur kokkur heldur líka eigandi veitingahússins. Þegar hann hafði ráðið hana sem
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók