Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Á framandi slóðum
Published
5. október 2011
Lýsing
Sársaukinn var viðstöðulaus en Zayed var næstum orðinn vanur honum. Það sem fór mest í taugarnar á honum var að hann varð að viðurkenna að á þessum tíma á kvöldin var lítill möguleiki á að fela óstöðugt göngulagið er hann gekk í áttina að sléttri sandfjörunni við Penhally Bay. Það var ekkert sem hann gat gert til að slökkva á kvölunum sem fylgdu í kjölfar annasams dags... nema að taka stóra skammta af verkjalyfjum og hann ætlaði ekki að fara þá leið.