Sjúkrasögur

Barn skurðlæknisins
Barn skurðlæknisins

Barn skurðlæknisins

Published Ágúst 2019
Vörunúmer 377
Höfundur Susan Carlisle
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Ástríðufulla nóttin þeirra hafið byrjað svo sakleysislega.
Gabriel Marks læknir hafði tekið eina lausa sætið við borðið.
Fíngerða unga konan með ljósbrúna hárið og skörpu gáfurnar sem hann mundi eftir frá nefndarfundinum sex mánuðum áður sat við aðra hlið hans. Hún brosti og sagði halló, sama gerðu aðrir meðlimir nefndarinnar.
Formaðurinn hafði skipulagt kvöldverðinn fyrir það nefndarfólk sem ætti flug um kvöldið. Daginn eftir myndu þau öll sækja fundinn á High hótelinu á Chicago O´Hare flugvellinum.
Sem ígræðslulæknir var það Gabe heiður að sitja í lifrarnefnd Landssamtaka um líffæraígræðslur. Hópurinn hittist tvisvar á ári til að ræða málefni varðandi lifrargjafir og stefnu. Fagfólkið sem skipaði nefndina, sem og fjölskyldumeðlimir sjúklinga, komu alls staðar að á landinu og voru fulltrúar mismunandi sviða lifrargjafar. Það sem þau gerðu var mikilvægt og bjargaði mannslífum.
Ef hann mundi rétt var konan sem sat við hlið hans Zoe einhver, fyrrum hjúkrunarfræðingur sem nú starfaði fyrir lifrarbandalagið, félag sem fræddi fólk með lifrarsjúkdóma og aðstoðaði sjúklinga í þörf fyrir lifrarígræðslu. Lifrarbandalagið vann gott starf. Hann hafði haft einhver samskipti við félagið undanfarið varðandi sjúklinga sem þurftu sérstaka umhyggju, en hann hafði aldrei hitt Zoe áður en hann gekk til liðs við nefndina.
Umræðurnar við borðið voru líflegar meðan á máltíðinni stóð og hann kunni vel að meta skarpar gáfur og smitandi hlátur Zoe.
Morguninn eftir höfðu þau heilsað hvort öðru með hlýlegu halló en höfðu setið við gagnstæða enda borðsins meðan á sex tíma fundinum stóð. Þegar Zoe hafði tekið til máls voru ummæli 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is