Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Barnið
Lýsing
–Elskaðu hana bara, sagði Emma Hayes við bestu vinkonu sína þegar þreytan eftir fæðinguna helltist yfir hana.
Hún vildi svo gjarnan sofna. En þegar hún vaknaði yrði hún að horfast í augu við þá staðreynd að hún hafði gengið með barnið fyrir Abbie og eignast það. Hennar faðmur yrði tómur.
Abbie horfði án afláts á dýrgripinn sem hún hélt á.
–Það geri ég nú þegar. Ég er algerlega heilluð. Og mér þykir ótrúlega vænt um þig líka.
Emma fékk tár í augun. Einu sinni enn. –Ég veit það.
Um það hafði hún aldrei efast. Kærleikurinn hafði verið ástæðan fyrir því að Emma hafði boðið fram aðstoð sína á
sínum tíma.
–Þetta hefði aldrei gerst ef okkur þætti ekki vænt hvorri um aðra, bætti hún við.
Abbie tyllti sér gætilega á rúmstokkinn og hallaði sér nær Emmu svo að hún sæi barnið betur.
–Ég get ekki lýst tilfinningum mínum, sagði hún. –Ég beið og vonaði svo lengi og nú er hún komin, bætti hún
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók