Sjúkrasögur

Birtir af degi
Birtir af degi

Birtir af degi

Published Október 2015
Vörunúmer 331
Höfundur Amy Ruttan
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Aðeins eitt námskeið eftir.
Tveir mánuðir til viðbótar. Það var allt og sumt.
Samantha Doxtator dró djúpt andann og leit á verkefnaskrána. Hún þurfti bara að leiðbeina einum bráðatækni í þjálfun
og þá gæti hún hætt þjálfarastarfinu hjá Health Airog farið í
flugþjálfunina þeirra í Thunder Bay.
Thunder Bay var draumurinn hennar. Hún hafði keypt hús
þar. Henni hafði loks tekist að veita syni sínum það líf sem
hann átti skilið og það besta af öllu var að hún myndi vinna við
að fljúga og bjarga mannslífum.
Hún gekk til verkefnastjórans, Lizzie Bathurst, sem var að
dreifa skýrslum um verðandi bráðatækna til leiðbeinandanna.
–Góðan daginn, Lizzie.
Lizzie svaraði ekki en það var ekkert óvanalegt.
–Hverjum á ég svo að leiðbeina í þessum síðastatíma mínum?
Samantha klappaði, spennt, saman höndunum.
Hún var tilbúin að flytja til Thunder Bay. Meirihluti fjölskyldu hennar hafði flutt þangað þegar faðir hennar lést. Þar
gæti Adam sonur hennar alist upp með frænkum og frændum.
Hann myndi hafa garð til að leika sér í, í stað þess að leika sér
á palli fyrir utan íbúð á fyrstu hæð.
Adam gæti hlaupið og leikið sér úti eins og hún hafði gert
þegar hún var barn að alast upp í sveitinni.
Adam hafði kannski ekki föður sinn lengur en hann mynd

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is