Sjúkrasögur

Brosið sem breytti öllu
Brosið sem breytti öllu

Brosið sem breytti öllu

Published Febrúar 2015
Vörunúmer 323
Höfundur Robin Gianna
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Verða fleiri börn? spurði konan lágri röddu.
Hann vissi ekki hvort óttinn í röddinni stafaði af því að
hún vildi fleiri börn eða af því að hún vildi ekki lenda í
annarri eins upplifun.
–Við þurftum að loka eggjaleiðara, sagði hann blíðri
röddu. –En þú ert með annan svo þú getur líklega eignast
annað barn, ef þú vilt.
Chase vissi ekki hvort það gæti orðið. En börnin sem hún
átti nú þegar áttu ennþá móður sína. Hann kreisti hönd hennar
og brosti. –Litlu börnin sem komu með þér voru áhyggjufull.
Brátt verðurðu nógu sterk til að fara heim og þau verða
ánægð með að fá maman aftur.
Bros lék um varir hennar þegar augun lokuðust. Chase
skildi hana eftir í öruggum höndum svæfingarhjúkrunarfræðingsins og klæddi sig úr hlífðarfötunum áður en hann
gekk út. Rakur hitinn umlukti hann eins og bómullarvettlingur
þegar hann steig út úr loftkældu steypuhúsinu sem innihélt
heilsugæslu og skurðstofu læknasamtakanna.
Þótt klukkan væri hálftíu að kvöldi var ekki orðið dimmt í
þessum hluta Vestur-Afríku og hann hafði ekki fyrir því að
taka litla vasaljósið upp úr vasanum. Brátt yrði slökkt á rafmagninu og garnagaulið minnti hann á það að hann hafði

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is