Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Draumalæknirinn
Lýsing
Stacey Wilton ók út í kant. Hún horfði á húsið og fann fortíðarþrána gjósa upp innra með sér. Hún sneri lyklinum til að
drepa á vélinni, losaði sætisbeltið og opnaði dyrnar án þess
að taka augun af húsinu. Síðdegissólin á bláum septemberhimni undirstrikaði bara fegurð staðarins.
Það var svo breytt... einhvern veginn minna. Sem var fá-
ránlegt, hús hvorki stækkuðu né minnkuðu. Samt var það eins
og minnið sagði henni. Lóðin hafði verið endurgerð, stóra
tréð sem þær systurnar höfðu klifrað í var farið og engin
skuggi féll á gluggana, þess í stað var garðurinn fullur af litríkum blómum. Stacey brosti. Faðir hennar hefði elskað það.
Hún hallaði sér að bílnum og drakk í sig húsið sem hafði
verið heimili hennar fyrstu fjórtán ár ævi hennar. Þetta var
staður sem hún hafði aldrei ætlað að yfirgefa en svo hafði
hún lært að lífið var aldrei fullkomið. Móðir þeirra hafði
gengið út, yfirgefið þau öll.
Stacey og systur hennar höfðu verið rétt tæplega fimm ára,
orðnar spenntar fyrir skólanum, þegar móðir þeirra hafði
sagst hafa fengið nóg. Faðir þeirra hafði verið heimilislæknirinn á staðnum, hafði unnið mikið og á öllum tímum