Sjúkrasögur

Einhleypur pabbi
Einhleypur pabbi

Einhleypur pabbi

Published Apríl 2020
Vörunúmer 385
Höfundur Alison Roberts
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Ó, nei... þér getur ekki verið alvara.
–Mér þykir það leitt, doktor Cunningham, en svona er þetta. Ég er viss um að þú skilur að við skipuleggjum ekki
bráðatilfelli botnlangabólgu. Við gerum okkar besta til að finna einhvern sem getur leyst af, en ef við erum raunsæ
mun það ekki gerast fyrr en eftir áramótin. Fólk vill vera með fjölskyldum sínum yfir hátíðarnar og... þetta er svo
stuttur fyrirvari. Það er tuttugasti desember, í guðanna bænum. Veistu, það eru bara nokkrir dagar til jóla.
Auðvitað vissi hann það. Það var englahár á undarlegustu stöðum á bráðadeildinni hérna á Cheltenham Royal sjúkrahúsinu og lítið jólatré í biðstofunni. Nokkrir starfsmenn voru farnir að ganga með eyrnalokka með blikkandi ljósum eða hárspangir með hreindýrshornum eða litlar rauðar húfur með dúskum og hann var sífellt að heyra fólk raula jólalög. Það hafði meira að segja komið maður í jólasveinabúningi með sjúkrabíl fyrr um daginn, eftir að hafa hugsanlega fengið hjartaáfall þegar hann var að takast á við allt smáfólkið sem vildi sitja á hné hans og láta taka af sér mynd í stærstu verslun bæjarins.
Og auðvitað vissi hann að fólk vildi vera með fjölskyldum sínum. Eða fannst því bera skylda 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is