Sjúkrasögur

Faðir fyrir slysni
Faðir fyrir slysni

Faðir fyrir slysni

Published Janúar 2016
Vörunúmer 334
Höfundur Meredith Webber
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

–Þú gætir þegar verið orðinn faðir.

Max Winthrop sat sem lamaður í sætinu og starði vantrúaður á vin sinn, sem einnig var læknir.

Fyrir hálftíma hafði hann staðið fyrir utan tæknifrjóvgunarstofuna og reynt að átta sig á líðan sinni.

Var hann óviss?

Kvíðinn?

Áfram með þig, hafði hann sagt sjálfum sér. Þú hefur tekið ákvörðunina, farðu nú inn og hittu Pete.

En þarna stóð hann og hugurinn þaut sjö ár aftur í tímann...

Fyrir sjö árum hafði hann verið ákveðinn í að sigrast á nýgreindu krabbameini og hafði skilið eftir hluta af sjálfum sér þarna... innlögn til framtíðarinnar.

Þá hafði það verið fyrsta skrefið í jákvæðu viðbrögðunum hans, annað skrefið hafði verið að byrja á stífri meðferð.

Þriðja skrefið hafði verið að ljúka meðferð og fara beint í fjórða skrefið, að klífa Everest-fjall.

Það hafði ekki verið slæm áætlun fyrir mann á miðjum þrítugsaldri sem hafði skyndilega komist að því að hann var með illkynja eitlaæxli. Þáverandi unnusta hans hafði verið efins um fjórða skrefið í áætluninni en hafði þó samþykkt að hann þyrfti sérstakt markmið.

Hann grunaði að hún hefði frekar viljað giftast, þótt hún hefði aldrei nefnt það.

Nú, tveimur unnustum og miklum breytingum síðar, hafði hann ákveðið að kominn væri tími til að láta eyðileggja frosna sæðið.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is