Sjúkrasögur

Fjölskylda?
Fjölskylda?

Fjölskylda?

Published Nóvember 2016
Vörunúmer 344
Höfundur Dianne Drake
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Að vera einstæð móðir var erfitt og hún fékk allan þann stuðning sem hún gat viljað frá ættingjum og vinum. Þar sem hún var einkabarn átti hún því miður hvorki bróður né systur sem gátu tekið þátt í lífi Charlies. Hann átti enga móðursystur eða móðurbróður, það voru engin systkinabörn. Ekki hennar megin og ætt föðurins skipti ekki máli því hann var bara upplýsingar á blaði. Tölfræði sem hafði höfðað til hennar. Stundum velti hún fyrir sér hvort hún ætti að eignast annað barn svo Charlie yrði ekki alinn upp einsamall. Del trúði því að börn hefðu gott af að eiga systkini og ætlaði að hugsa málið betur eftir eitt eða tvö ár. –Við finnum út úr því, Charlie, sagði hún við barnið sem hún hélt á. –Á einn eða annan hátt fær þetta hamingjuríkan endi. Að vera einhleyp móðir tók heilmikinn tíma þegar þau voru bara tvö... hún og Charlie. Hún varð alltaf hissa á því hvernig svona lítið barn gat tekið svona mikinn tíma á hverjum degi. Það var eins og hann reyndi alltaf að trufla hana þegar hún átti lausa stund. En hún elskaði þetta, elskaði það val að hafa orðið einstæð móðir. Enginn faðir var í spilinu, nema sæðisgjafi 3045, og hún var þakklát fyrir góð gen hans því hann hafði gefið henni heilbrigt og fallegt barn. Fullkomið barn, hvað hana varðaði.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is