Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Flugstjórinn
Lýsing
Sterklega vélhjólið renndi sér mjúklega í beygjuna og brunaði eftir fáförnum vegunum. Læknirinn Lincoln
Oakes, Oakes lávarður í augum þeirra sem þekktu til fjölskyldunnar, var á leiðinni í vinnuna.
Hann kom aldrei of seint. Aldrei.
Í rauninni var hann ekki of seinn í þetta sinn. Hópurinn átti ekki að hittast á sjúkraflugvellinum fyrr en klukkan
sjö og hann hafði enn tuttugu mínútur til stefnu. En það dugði ekki til að róa hann. Hann var tíu mínútum seinna
á ferðinni en venjulega. Hann vildi helst koma fyrstur manna til vinnu.
En klukkan var ekki eina ástæðan fyrir óróleika hans.
Skelfilegu og sífelldu martraðirnar um síðasta átakasvæðið sem hann hafði verið sendur á höfðu sitt að segja
líka.
Hann jók hraðann og naut þess að heyra drunurnar í vélinni þegar hann tók næstu beygju.
Eins og það myndi einhverju breyta.
Að bruna eftir sveitavegunum dygði hvorki til að losna við draugana sem ásóttu hann né þagga niður í röddunum
sem hvísluðu að honum ásökunarorðum á næturnar.
Martraðirnar breyttu höfðinu á honum í orrustuvöll og í hvert sinn sem hann hrökk upp með andfælum gat hann
næstum því heyrt skothvellina, fundið reykjarlyktina og skynjað sjóðheitt sólskinið í Afganistan.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók